HK aftur á toppinn eftir öruggan sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2018 21:15 Brynjar Jónasson skoraði fyrsta mark HK vísir/eyþór HK endurheimti toppsæti Inkasso deildarinnar með sigri á Haukum. Víkingur Ólafsvík komst upp að hlið ÍA í öðru sætinu og Selfoss vann Njarðvík fyrir austan fjall. HK mátti teljast lánsamt að sleppa með jafntefli gegn ÍR í Breiðholtinu í síðustu umferð í leik sem fyrir fram hefði átt að vera nokkuð þægilegur sigur Kópavogsbúa miðað við stöðu liðanna í deildinni. Mun betur gekk í kvöld á heimavelli þeirra í Kórnum þegar Haukar mættu í heimsókn. Brynjar Jónasson kom HK yfir eftir 19 mínútur eftir stoðsendingu Bjarna Gunnarssonar. Bjarni sá svo sjálfur um að ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hann skoraði fyrra mark sitt og annað mark HK á 54. mínútu og bætti þriðja marki HK við á 67. mínútu. Öruggur 3-0 sigur og toppsætið í höfn. Víkingur Ólafsvík heldur í við efstu liðin og jafnaði ÍA að stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri á Fram í Ólafsvík. Kwame Quee kom heimamönnum yfir á 19. mínútu eftir undirbúning Kristins Magnúsar Péturssonar. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Víkingur bætt við og þar var Kristinn Magnús aftur á ferð, í þetta skipti skoraði hann sjálfur. Boltinn hafði þó viðkomu í varnarmanni Fram áður en hann fór í netið. Útlitið varð enn verra fyrir Framara í seinni hálfleik þegar Alex Freyr Elísson var rekinn af velli með rautt spjald á 76. mínútu. Það átti þó eftir að verða mikil dramatík undir lokin. Í uppbótartíma fékk Fram vítaspyrnu. Guðmundur Magnússon fór á punktinn og skoraði. Framarar komust þó ekki nær og urðu að sætta sig við 2-1 tap. Á Selfossi unnu heimamenn sterkan sigur á Njarðvík í slag liða í neðri hluta deildarinnar. Kristófer Páll Viðarsson kom Selfyssingum yfir snemma leiks og var staðan 1-0 í hálfleik. Eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik kom Gilles Ondo heimamönnum í 2-0 og Ivan Martinez Gutierrez bætti þriðja markinu við á 60. mínútu og virtist gera út um leikinn. Sú var þó heldur betur ekki raunin. Sjö mínútum síðar skoraði Magnús Þór Magnússon mark fyrir gestina úr Njarðvík og á 70. mínútu nældi Arnór Bjarnason í vítaspyrnu fyrir Njarðvík. Andri Fannar Freysson fór á punktinn en þrumaði boltanum í slánna. Njarðvíkingar héldu áfram að sækja og reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en það tókst ekki, Selfyssingar bættu í staðinn við fjórða markinu og lokatölur á Selfossi 4-1.Úrslit kvöldsins: HK - Haukar 3-0 Víkingur Ó. - Fram 2-1 Selfoss-Njarðvík 4-1 Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Fótbolti Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
HK endurheimti toppsæti Inkasso deildarinnar með sigri á Haukum. Víkingur Ólafsvík komst upp að hlið ÍA í öðru sætinu og Selfoss vann Njarðvík fyrir austan fjall. HK mátti teljast lánsamt að sleppa með jafntefli gegn ÍR í Breiðholtinu í síðustu umferð í leik sem fyrir fram hefði átt að vera nokkuð þægilegur sigur Kópavogsbúa miðað við stöðu liðanna í deildinni. Mun betur gekk í kvöld á heimavelli þeirra í Kórnum þegar Haukar mættu í heimsókn. Brynjar Jónasson kom HK yfir eftir 19 mínútur eftir stoðsendingu Bjarna Gunnarssonar. Bjarni sá svo sjálfur um að ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hann skoraði fyrra mark sitt og annað mark HK á 54. mínútu og bætti þriðja marki HK við á 67. mínútu. Öruggur 3-0 sigur og toppsætið í höfn. Víkingur Ólafsvík heldur í við efstu liðin og jafnaði ÍA að stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri á Fram í Ólafsvík. Kwame Quee kom heimamönnum yfir á 19. mínútu eftir undirbúning Kristins Magnúsar Péturssonar. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Víkingur bætt við og þar var Kristinn Magnús aftur á ferð, í þetta skipti skoraði hann sjálfur. Boltinn hafði þó viðkomu í varnarmanni Fram áður en hann fór í netið. Útlitið varð enn verra fyrir Framara í seinni hálfleik þegar Alex Freyr Elísson var rekinn af velli með rautt spjald á 76. mínútu. Það átti þó eftir að verða mikil dramatík undir lokin. Í uppbótartíma fékk Fram vítaspyrnu. Guðmundur Magnússon fór á punktinn og skoraði. Framarar komust þó ekki nær og urðu að sætta sig við 2-1 tap. Á Selfossi unnu heimamenn sterkan sigur á Njarðvík í slag liða í neðri hluta deildarinnar. Kristófer Páll Viðarsson kom Selfyssingum yfir snemma leiks og var staðan 1-0 í hálfleik. Eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik kom Gilles Ondo heimamönnum í 2-0 og Ivan Martinez Gutierrez bætti þriðja markinu við á 60. mínútu og virtist gera út um leikinn. Sú var þó heldur betur ekki raunin. Sjö mínútum síðar skoraði Magnús Þór Magnússon mark fyrir gestina úr Njarðvík og á 70. mínútu nældi Arnór Bjarnason í vítaspyrnu fyrir Njarðvík. Andri Fannar Freysson fór á punktinn en þrumaði boltanum í slánna. Njarðvíkingar héldu áfram að sækja og reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en það tókst ekki, Selfyssingar bættu í staðinn við fjórða markinu og lokatölur á Selfossi 4-1.Úrslit kvöldsins: HK - Haukar 3-0 Víkingur Ó. - Fram 2-1 Selfoss-Njarðvík 4-1 Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fótbolti Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira