Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2018 06:00 Bílaleigubílar við Bláa lónið. Vísir/Hanna Bílaleigur geta ekki velt hraðasektum á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar út í verðlagið komi til þess að ný umferðarlög verði samþykkt óbreytt. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Breytt fyrirkomulag innheimtu hraðasekta úr öryggismyndavélum gæti kostað bílaleigur hundruð milljóna. Í upphafi árs voru lögð fram drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Þar er gert ráð fyrir að eigandi ökutækis muni bera hlutlæga ábyrgð á hraðasektum sem stofnast við brot sem hraðamyndavélar mynda. Ábyrgðin er takmörkuð við að ekki stofnist punktar í ökuferilsskrá ökumanns. Uppfærð útgáfa frumvarpsdraganna var birt fyrir helgi og hefur þar verið tekið tillit til ýmissa athugasemda hagsmunaaðila. Hlutlæga ábyrgðin er ekki þar á meðal.Sjá einnig: Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektirJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.„Okkar áhyggjur stafa fyrst og fremst af því að það er bílaleigunum erfitt, nær ómögulegt, að innheimta sektina hjá þeim brotlega. Menn halda stundum að bílaleigur geti rukkað sektina eftir á af korti leigutaka en kortaskilmálar gera það að verkum að sá getur hafnað henni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Við teljum óeðlilegt að bílaleigur séu gerðar ábyrgar fyrir hegðun sinna kúnna og sitji uppi með kostnað sem þær hafa ekki möguleika á að innheimta,“ segir Jóhannes. Í Fréttablaðinu í nóvember 2017 var sagt frá því að um 20-25 prósent hraðasekta hér á landi innheimtust ekki. Langstærstan hluta þess má rekja til erlendra ferðamanna. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Miðflokksmannsins Birgis Þórarinssonar kom fram að útistandandi sektir í febrúarlok þessa árs námu rúmum 633 milljónum, þar af stofnuðust rúmar 200 milljónir árið 2017. Sektir vegna umferðarbrota hækkuðu svo 1. maí. „Það má gera ráð fyrir að talan muni hækka. Verði þetta óbreytt að lögum mun þetta hafa mjög íþyngjandi áhrif á rekstur bílaleiga,“ segir Jóhannes. „Við erum eitt dýrasta ferðamannaland í heimi vegna gengis- og launaþróunar. Bílaleigur geta ekki, ekki frekar en annar rekstur, endalaust velt hækkunum út í verðlagið. Sá tími er liðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00 Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Bílaleigur geta ekki velt hraðasektum á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar út í verðlagið komi til þess að ný umferðarlög verði samþykkt óbreytt. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Breytt fyrirkomulag innheimtu hraðasekta úr öryggismyndavélum gæti kostað bílaleigur hundruð milljóna. Í upphafi árs voru lögð fram drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Þar er gert ráð fyrir að eigandi ökutækis muni bera hlutlæga ábyrgð á hraðasektum sem stofnast við brot sem hraðamyndavélar mynda. Ábyrgðin er takmörkuð við að ekki stofnist punktar í ökuferilsskrá ökumanns. Uppfærð útgáfa frumvarpsdraganna var birt fyrir helgi og hefur þar verið tekið tillit til ýmissa athugasemda hagsmunaaðila. Hlutlæga ábyrgðin er ekki þar á meðal.Sjá einnig: Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektirJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.„Okkar áhyggjur stafa fyrst og fremst af því að það er bílaleigunum erfitt, nær ómögulegt, að innheimta sektina hjá þeim brotlega. Menn halda stundum að bílaleigur geti rukkað sektina eftir á af korti leigutaka en kortaskilmálar gera það að verkum að sá getur hafnað henni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Við teljum óeðlilegt að bílaleigur séu gerðar ábyrgar fyrir hegðun sinna kúnna og sitji uppi með kostnað sem þær hafa ekki möguleika á að innheimta,“ segir Jóhannes. Í Fréttablaðinu í nóvember 2017 var sagt frá því að um 20-25 prósent hraðasekta hér á landi innheimtust ekki. Langstærstan hluta þess má rekja til erlendra ferðamanna. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Miðflokksmannsins Birgis Þórarinssonar kom fram að útistandandi sektir í febrúarlok þessa árs námu rúmum 633 milljónum, þar af stofnuðust rúmar 200 milljónir árið 2017. Sektir vegna umferðarbrota hækkuðu svo 1. maí. „Það má gera ráð fyrir að talan muni hækka. Verði þetta óbreytt að lögum mun þetta hafa mjög íþyngjandi áhrif á rekstur bílaleiga,“ segir Jóhannes. „Við erum eitt dýrasta ferðamannaland í heimi vegna gengis- og launaþróunar. Bílaleigur geta ekki, ekki frekar en annar rekstur, endalaust velt hækkunum út í verðlagið. Sá tími er liðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00 Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00
Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30
Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15