Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. maí 2018 18:30 Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. Á tímabilinu janúar til apríl í fyrra seldust 6705 nýir bílar hér á landi. Á þessu ári seldust 6427 bílar á sama tímabili samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu en það er samdráttur upp á 4,1 prósent. Munurinn er ennþá meiri ef sölutölur fyrir apríl eru skoðaðar en í apríl í fyrra seldust 2048 nýir bílar en 1812 ár. Það samdráttur upp á 11,5 prósent. „Árið í fyrra var langstærsta bílasöluárið á Íslandi frá upphafi. Þannig að árið í ár verður þá næststærsta árið, eins og það byrjar, en helstu ástæður samdráttar í sölu eru að það hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar losna næsta haust og næsta vetur. Þannig að það hægir aðeins á þessu á meðan en samt sem áður stefnir í að árið verði mjög gott,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Sérstaka athygli vekur að af nýjum bílum er hlutfall díselbíla mjög hátt eða 42,5 prósent og hefur sala á díselbílum dregist saman um aðeins 1 prósent milli ára. Af nýjum bílum er dísel vinsælasti orkugjafinn. Fjölmargar evrópskar borgir hafa bannað díselbíla en það eru í langflestum ef ekki öllum tilvikum eldri tegundir díselbíla sem uppfylla ekki kröfur um losun koltvísýrings og nitorxíðs samkvæmt nýjasta mengunarstaðlinum, Euro 6. Hér má nefna Osló, Berlín, Stuttgart, Hamborg, París, London, Madríd, Róm og Aþenu. Dómsniðurstaða Stjórnsýsludómstóllsins í Leipzig í Þýskalandi í febrúar síðastliðnum kveður á um að þýskar borgar- og sveitarstjórnir geta sett takmarkað bann við akstri mengandi díselbíla sem uppfylla eldri mengunarstaðla, þ.e. Euro 5, 4 og eldri. Að þessu sögðu er ljóst að ef gerðar yrðu takmarkanir á akstri díselbíla hér á landi myndu slíkar takmarkanir að öllum líkindum aðeins ná til eldri tegunda sem uppfylla ekki Euro 6. „Það hefur orðið gríðarleg þróun í vélum og útblæstri véla undanfarin ár. Ekki síst í dísel og bensínbílum. Við gerum ráð fyrir því að eftir sjö til átta ár muni nást jafnvægi í framleiðslukostnaði á díselbílum, bensínbílum og rafmagnsbílum þannig að fram að því verður gríðarleg þróun í þessum bílum. Vélarnar eru miklu hreinni en þær voru fyrir tveimur áratugum og neytendur sjá það í eyðslu og mengun,“ segir Jón Trausti Ólafsson. Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. Á tímabilinu janúar til apríl í fyrra seldust 6705 nýir bílar hér á landi. Á þessu ári seldust 6427 bílar á sama tímabili samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu en það er samdráttur upp á 4,1 prósent. Munurinn er ennþá meiri ef sölutölur fyrir apríl eru skoðaðar en í apríl í fyrra seldust 2048 nýir bílar en 1812 ár. Það samdráttur upp á 11,5 prósent. „Árið í fyrra var langstærsta bílasöluárið á Íslandi frá upphafi. Þannig að árið í ár verður þá næststærsta árið, eins og það byrjar, en helstu ástæður samdráttar í sölu eru að það hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar losna næsta haust og næsta vetur. Þannig að það hægir aðeins á þessu á meðan en samt sem áður stefnir í að árið verði mjög gott,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Sérstaka athygli vekur að af nýjum bílum er hlutfall díselbíla mjög hátt eða 42,5 prósent og hefur sala á díselbílum dregist saman um aðeins 1 prósent milli ára. Af nýjum bílum er dísel vinsælasti orkugjafinn. Fjölmargar evrópskar borgir hafa bannað díselbíla en það eru í langflestum ef ekki öllum tilvikum eldri tegundir díselbíla sem uppfylla ekki kröfur um losun koltvísýrings og nitorxíðs samkvæmt nýjasta mengunarstaðlinum, Euro 6. Hér má nefna Osló, Berlín, Stuttgart, Hamborg, París, London, Madríd, Róm og Aþenu. Dómsniðurstaða Stjórnsýsludómstóllsins í Leipzig í Þýskalandi í febrúar síðastliðnum kveður á um að þýskar borgar- og sveitarstjórnir geta sett takmarkað bann við akstri mengandi díselbíla sem uppfylla eldri mengunarstaðla, þ.e. Euro 5, 4 og eldri. Að þessu sögðu er ljóst að ef gerðar yrðu takmarkanir á akstri díselbíla hér á landi myndu slíkar takmarkanir að öllum líkindum aðeins ná til eldri tegunda sem uppfylla ekki Euro 6. „Það hefur orðið gríðarleg þróun í vélum og útblæstri véla undanfarin ár. Ekki síst í dísel og bensínbílum. Við gerum ráð fyrir því að eftir sjö til átta ár muni nást jafnvægi í framleiðslukostnaði á díselbílum, bensínbílum og rafmagnsbílum þannig að fram að því verður gríðarleg þróun í þessum bílum. Vélarnar eru miklu hreinni en þær voru fyrir tveimur áratugum og neytendur sjá það í eyðslu og mengun,“ segir Jón Trausti Ólafsson.
Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira