Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Nær allar hraðamyndasektir Íslendinga innheimtast en því er öfugt farið með erlenda ferðamenn. VÍSIR/PJETUR Um fjórðungur þeirra hraðasekta sem til verða við hraðakstur fram hjá hraðamyndavélum landsins innheimtist ekki. Langstærstan hluta þessa má rekja til erlendra ferðamanna en tæplega helmingur þeirra greiðir sektir sínar. Í fyrra voru 45.160 brot skráð vegna mynda úr hraðamyndavélum og hafði fjöldinn þrefaldast frá árinu 2013. Af þeim voru 16.447 sektir sem ekki innheimtust. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, er meðalsektarupphæð vangreiddra sekta um 10 þúsund krónur. Varleg áætlun leiðir því ljós að 160 milljónir króna, hið minnsta, innheimtust ekki á síðasta ári. Talan er tvöfalt hærri en árið 2015. „Þegar myndavélin smellir af mynd þá flettum við upp skráðum eiganda. Ef sá eigandi reynist vera bílaleiga þá köllum við eftir upplýsingum um það hver var skráður leigutaki á þeim tíma. Sé sektin 30 þúsund krónur eða meira þá sendum við sektarboð til viðkomandi,“ segir Ólafur. Þrír starfsmenn embættisins sjá um að skrá brot, senda út sektir og samskipti við bílaleigur sé þess þörf. Fjárheimildir fyrir starfið hafa ekki aukist frá 2007 þrátt fyrir launahækkanir og gífurlega fjölgun brota. „Það eru engar vinnureglur til um hvað skuli gera ef ökumaður reynist ferðamaður. Við settum okkur viðmiðið 30 þúsund krónur sjálf á sínum tíma. Við tókum það upp sjálf að senda sektarboð út,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að næsta sekt fyrir neðan, það er þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., sé 10 þúsund krónur og það taki því ekki að eltast við slíkar upphæðir. Það að skrá þær sektir inn í kerfið myndi auka vinnuálag til muna, sem þó er mikið fyrir. Sektarboðsbréf hafa verið þýdd á sex tungumál og eru send heim til viðkomandi. Það að koma fjármunum til embættisins getur þó verið vandkvæðum háð. „Við höfum kallað eftir því að sett verði upp greiðslugátt sem lögreglan gæti nýtt sér. Það gæti aukið innheimtuhlutfallið,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Um fjórðungur þeirra hraðasekta sem til verða við hraðakstur fram hjá hraðamyndavélum landsins innheimtist ekki. Langstærstan hluta þessa má rekja til erlendra ferðamanna en tæplega helmingur þeirra greiðir sektir sínar. Í fyrra voru 45.160 brot skráð vegna mynda úr hraðamyndavélum og hafði fjöldinn þrefaldast frá árinu 2013. Af þeim voru 16.447 sektir sem ekki innheimtust. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, er meðalsektarupphæð vangreiddra sekta um 10 þúsund krónur. Varleg áætlun leiðir því ljós að 160 milljónir króna, hið minnsta, innheimtust ekki á síðasta ári. Talan er tvöfalt hærri en árið 2015. „Þegar myndavélin smellir af mynd þá flettum við upp skráðum eiganda. Ef sá eigandi reynist vera bílaleiga þá köllum við eftir upplýsingum um það hver var skráður leigutaki á þeim tíma. Sé sektin 30 þúsund krónur eða meira þá sendum við sektarboð til viðkomandi,“ segir Ólafur. Þrír starfsmenn embættisins sjá um að skrá brot, senda út sektir og samskipti við bílaleigur sé þess þörf. Fjárheimildir fyrir starfið hafa ekki aukist frá 2007 þrátt fyrir launahækkanir og gífurlega fjölgun brota. „Það eru engar vinnureglur til um hvað skuli gera ef ökumaður reynist ferðamaður. Við settum okkur viðmiðið 30 þúsund krónur sjálf á sínum tíma. Við tókum það upp sjálf að senda sektarboð út,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að næsta sekt fyrir neðan, það er þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., sé 10 þúsund krónur og það taki því ekki að eltast við slíkar upphæðir. Það að skrá þær sektir inn í kerfið myndi auka vinnuálag til muna, sem þó er mikið fyrir. Sektarboðsbréf hafa verið þýdd á sex tungumál og eru send heim til viðkomandi. Það að koma fjármunum til embættisins getur þó verið vandkvæðum háð. „Við höfum kallað eftir því að sett verði upp greiðslugátt sem lögreglan gæti nýtt sér. Það gæti aukið innheimtuhlutfallið,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira