Fótbolti

Setti upp lítið stúdíó hjá klefa heimsmeistaranna og tók þessar myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba mætti að sjálfsögðu með fyndinn hatt.
Paul Pogba mætti að sjálfsögðu með fyndinn hatt. vísir/getty

Michael Regan, ljósmyndari Getty-myndaveitunnar, gekk hreint og beint til verks eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar á sunnudaginn með 4-2 sigri á Króatíu.

Regan setti upp lítið stúdíó við hliðina á klefa heimsmeistaranna og fékk þá svo alla í skemmtilega myndatöku þar sem léttleikinn var í fyrirrúmi.

Þrátt fyrir að Frakkarnir voru uppteknir við að fagna heimsmeistaratitlinum gáfu þeir sér allir tíma í myndatökuna og munu væntanlega ekki sjá eftir því enda myndirnar frábærar.

Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem Michael Regan tók af nýkrýndum heimsmeisturunum í litla stúdíóinu við hliðina á klefa Frakkanna.

Antonie Griezmann spilar greinilega Fortnite. vísir/getty
Kylian Mbappé breytir bikarnum í fyndinn hatt. vísir/getty
Marcel Desailly varð heimsmeistari 1998 en fékk að vera með. vísir/getty
Benjamin Pavard tekur atriði úr Lion King. vísir/getty
Griezmann og Mbappé bíð eftir að röðin er komin að þeim og taka snap á meðan. vísir/getty
Like á það, Kante! vísir/getty
Markvarðatríóið í góðu skapi. vísir/getty
Lucas Hernandez með nýfæddan bikarinn. vísir/getty

Tengdar fréttir

Sumarmessan: Þetta eru 10 flottustu mörk HM

HM í Rússlandi kláraðist í gær þegar Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Króatíu í úrslitaleiknum. Sumarmessan gerði upp mótið á Stöð 2 Sport í gærkvöld og fór meðal annars yfir bestu mörk mótsins.

Sennilegast illa mætt til vinnu í París í dag

Parísarbúar fögnuðu sigri á HM fram eftir nóttu. Friðrika Benónýsdóttir rithöfundur hreifst með í gleðinni og spáir lélegri mætingu á vinnustaði borgarinnar í dag. Hún segir dásamlegt að fá að upplifa gleðina með Frökkum í sigurvímu.

Gullkynslóðin er rétt að byrja

Franska landsliðið vann annan heimsmeistaratitill sinn í gær með sigri á Króatíu. Búast má við að þeir tefli fram sambærilegu liði á HM í Katar 2022.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.