Fótbolti

Sumarmessan: Þetta eru 10 flottustu mörk HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Quaresma skoraði glæsilegt mark
Quaresma skoraði glæsilegt mark Vísir/Getty

HM í Rússlandi kláraðist í gær þegar Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Króatíu í úrslitaleiknum. Sumarmessan gerði upp mótið á Stöð 2 Sport í gærkvöld og fór meðal annars yfir bestu mörk mótsins.

Nærri helmingur allra marka heimsmeistaramótsins komu úr föstum leikatriðum en þrátt fyrir það voru mörg glæsimörk skoruð á mótinu.

Toni Kroos og Cristiano Ronaldo skoruðu úr aukaspyrnum, Jesse Lingard átti glæsilegt skot líkt og Nacho og margir fleiri.

Markið sem þeir völdu best af öllum var mark Benjamin Pavard gegn Argentínu í 16-liða úrslitnunum.

Syrpuna með bestu mörkunum má sjá í spilaranum með fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.