Fengu ekki leyfi til að nota lestur Katrínar í auglýsingu Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. júlí 2018 20:00 Ríkisútvarpið bað forsætisráðherra ekki um leyfi til að nota lestur hennar á broti úr þjóðsöng Íslands í auglýsingaskyni. Forsætisráðuneytið hefur auglýsinguna nú til skoðunar vegna mögulegra brota á lögum um þjóðsönginn, en ráðherra kveðst ekki vanhæf til að fjalla um málið. Í auglýsingunni sem sýnd var í júní má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd.Bannað að flytja sönginn í annarri mynd Líkt og fjallað var um í kvöldfréttum 25. júní er líklegt auglýsingin brjóti gegn lögum um þjóðsönginn. Þar segir að sönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð og ekki sé heimilt að nota sönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni.Frétt Stöðvar 2: Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚVMálið hefur undanfarnar vikur verið til skoðunar hjá forsætisráðuneytinu, en lögum samkvæmt sker forsætisráðherra úr ef ágreiningur rís um rétta notkun söngsins. Slík skoðun gæti þó reynst erfið innan ráðuneytisins, þar sem forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir les sjálf brot úr þjóðsöngnum inni í auglýsingunni.Ekkert talað um auglýsingu af hálfu RÚV „Ríkisútvarpið leitaði til ýmissa einstaklinga, þar á meðal mín, um að lesa upp einstaka línur úr þjóðsöngnum í myndband vegna Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þar kom raunar ekki fram að þetta yrði nýtt í auglýsingaskyni,“ segir Katrín, aðspurð hvernig aðkoma hennar að auglýsingunni komi til. Ráðuneytið sendi RÚV bréf í upphafi júlímánaðar þar sem óskað var skýringa á notkun þjóðsöngsins í auglýsingunni og er nú beðið svara. Katrín telur ráðuneyti sitt ekki vanhæft til að fjalla um málið.Taka mögulegt vanhæfi til skoðunar „Í ljósi þess að við höfðum ekki vitneskju um að þetta yrði nýtt í auglýsingaskyni þá teljum við ekki að það geti valdið vanhæfi, en við munum að sjálfsögðu taka það til sérstakrar skoðunar í framhaldi málsins,“ segir Katrín. Brot á lögunum varða sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Auglýsingin var bæði birt með tilvísun til HM umfjöllunar RÚV og án slíkrar tilvísunar og endaði þá aðeins á orðunum RÚV – okkar allra. Í skriflegu svari RÚV til fréttastofu í júní sagði hins vegar að aðeins ljóðið væri flutt, en ekki söngurinn í heild sinni. Teldi stofnunin því að hinn eiginlegi þjóðsöngur væri ekki notaður. Þá væri ekki um að ræða auglýsingu í skilningi laganna, heldur dagskrárkynningu. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
Ríkisútvarpið bað forsætisráðherra ekki um leyfi til að nota lestur hennar á broti úr þjóðsöng Íslands í auglýsingaskyni. Forsætisráðuneytið hefur auglýsinguna nú til skoðunar vegna mögulegra brota á lögum um þjóðsönginn, en ráðherra kveðst ekki vanhæf til að fjalla um málið. Í auglýsingunni sem sýnd var í júní má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd.Bannað að flytja sönginn í annarri mynd Líkt og fjallað var um í kvöldfréttum 25. júní er líklegt auglýsingin brjóti gegn lögum um þjóðsönginn. Þar segir að sönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð og ekki sé heimilt að nota sönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni.Frétt Stöðvar 2: Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚVMálið hefur undanfarnar vikur verið til skoðunar hjá forsætisráðuneytinu, en lögum samkvæmt sker forsætisráðherra úr ef ágreiningur rís um rétta notkun söngsins. Slík skoðun gæti þó reynst erfið innan ráðuneytisins, þar sem forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir les sjálf brot úr þjóðsöngnum inni í auglýsingunni.Ekkert talað um auglýsingu af hálfu RÚV „Ríkisútvarpið leitaði til ýmissa einstaklinga, þar á meðal mín, um að lesa upp einstaka línur úr þjóðsöngnum í myndband vegna Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þar kom raunar ekki fram að þetta yrði nýtt í auglýsingaskyni,“ segir Katrín, aðspurð hvernig aðkoma hennar að auglýsingunni komi til. Ráðuneytið sendi RÚV bréf í upphafi júlímánaðar þar sem óskað var skýringa á notkun þjóðsöngsins í auglýsingunni og er nú beðið svara. Katrín telur ráðuneyti sitt ekki vanhæft til að fjalla um málið.Taka mögulegt vanhæfi til skoðunar „Í ljósi þess að við höfðum ekki vitneskju um að þetta yrði nýtt í auglýsingaskyni þá teljum við ekki að það geti valdið vanhæfi, en við munum að sjálfsögðu taka það til sérstakrar skoðunar í framhaldi málsins,“ segir Katrín. Brot á lögunum varða sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Auglýsingin var bæði birt með tilvísun til HM umfjöllunar RÚV og án slíkrar tilvísunar og endaði þá aðeins á orðunum RÚV – okkar allra. Í skriflegu svari RÚV til fréttastofu í júní sagði hins vegar að aðeins ljóðið væri flutt, en ekki söngurinn í heild sinni. Teldi stofnunin því að hinn eiginlegi þjóðsöngur væri ekki notaður. Þá væri ekki um að ræða auglýsingu í skilningi laganna, heldur dagskrárkynningu.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira