Skemmdarverkaalda í Háaleitis- og Bústaðahverfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 21:10 Íbúar í Háaleitis- og Bústaðahverfi í Reykjavík hafa haft miklar áhyggjur af skemmdarverkaöldu sem hefur átt sér stað í hverfinu í sumar. Lögreglan segir að líklega sé um strákapör að ræða og að skemmdarverk af þessu tagi aukist þegar skólarnir fara í frí á sumrin. Nokkuð hefur borið á skemmdaverkum í hverfinu í sumar. Í Facebook-hópi íbúa í hverfi 108 í Reykjavík má sjá færslu sem lýsir skemmdarverkum á bíl og hún er ekki sú eina af þessum toga. Íbúi sem fréttastofa náði tali af sagði að á tveimur dögum hafi bílhurð á bíl hans verið spennt upp og brotist inn í skúr í garðinum hans. Enn einn íbúi segir þetta ástand ólíðandi og tvisvar hafi rúður verið brotnar í bílnum hans. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 1, sem sér um þetta hverfi, lét taka saman tölur um brotin sem hafa komið inn á borð lögreglu í sumar. „Frá 1. júní eru komin um 35 rúðubrot í bílum á varðsvæði okkar. Þá tíu vestan Snorrabrautar og 25 fyrir austan hana,” segir hann. Hann segir ólíklegt að um skipulagða starfsemi sé að ræða og allar líkur séu á því að komist hafi verið til botns í málinu. „Við erum búin að sanka að okkur upplýsingum. Okkur sýnist þetta jafnvel vera einhver strákapör hjá einhverjum nokkrum 14 ára guttum. Við erum að fara í þá vinnu núna að kalla þá inn og tala við þá með foreldrum til að sjá hvort grunsemdir okkar séu réttar,” segir hann og bendir einnig á að það koma alltaf svona kúfar þegar skólarnir hætta. „Krakkarnir hafa ekkert að gera Þá koma stundum svona skemmdarverk, veggjakrot og rúðubrot. Þetta gengur í bylgjum. Oft eru þetta bara örfáir einstaklingar sem eru að valda þessu öllu saman.” Jóhann mælir með að íbúar fylgist með hvert öðru og sýni athygli og afskiptasemi. „Ef að það eru einhverjir sem þið kannist ekki við í götunni. Þá gæti jafnvel verið sniðugt að fara til þeirra og spyrja hverjir þeir eru eða taka myndir af bílunum þeirra. Svo má alltaf senda inn ábendingar til okkar,” segir hann að lokum. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Íbúar í Háaleitis- og Bústaðahverfi í Reykjavík hafa haft miklar áhyggjur af skemmdarverkaöldu sem hefur átt sér stað í hverfinu í sumar. Lögreglan segir að líklega sé um strákapör að ræða og að skemmdarverk af þessu tagi aukist þegar skólarnir fara í frí á sumrin. Nokkuð hefur borið á skemmdaverkum í hverfinu í sumar. Í Facebook-hópi íbúa í hverfi 108 í Reykjavík má sjá færslu sem lýsir skemmdarverkum á bíl og hún er ekki sú eina af þessum toga. Íbúi sem fréttastofa náði tali af sagði að á tveimur dögum hafi bílhurð á bíl hans verið spennt upp og brotist inn í skúr í garðinum hans. Enn einn íbúi segir þetta ástand ólíðandi og tvisvar hafi rúður verið brotnar í bílnum hans. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 1, sem sér um þetta hverfi, lét taka saman tölur um brotin sem hafa komið inn á borð lögreglu í sumar. „Frá 1. júní eru komin um 35 rúðubrot í bílum á varðsvæði okkar. Þá tíu vestan Snorrabrautar og 25 fyrir austan hana,” segir hann. Hann segir ólíklegt að um skipulagða starfsemi sé að ræða og allar líkur séu á því að komist hafi verið til botns í málinu. „Við erum búin að sanka að okkur upplýsingum. Okkur sýnist þetta jafnvel vera einhver strákapör hjá einhverjum nokkrum 14 ára guttum. Við erum að fara í þá vinnu núna að kalla þá inn og tala við þá með foreldrum til að sjá hvort grunsemdir okkar séu réttar,” segir hann og bendir einnig á að það koma alltaf svona kúfar þegar skólarnir hætta. „Krakkarnir hafa ekkert að gera Þá koma stundum svona skemmdarverk, veggjakrot og rúðubrot. Þetta gengur í bylgjum. Oft eru þetta bara örfáir einstaklingar sem eru að valda þessu öllu saman.” Jóhann mælir með að íbúar fylgist með hvert öðru og sýni athygli og afskiptasemi. „Ef að það eru einhverjir sem þið kannist ekki við í götunni. Þá gæti jafnvel verið sniðugt að fara til þeirra og spyrja hverjir þeir eru eða taka myndir af bílunum þeirra. Svo má alltaf senda inn ábendingar til okkar,” segir hann að lokum.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira