Skemmdarverkaalda í Háaleitis- og Bústaðahverfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 21:10 Íbúar í Háaleitis- og Bústaðahverfi í Reykjavík hafa haft miklar áhyggjur af skemmdarverkaöldu sem hefur átt sér stað í hverfinu í sumar. Lögreglan segir að líklega sé um strákapör að ræða og að skemmdarverk af þessu tagi aukist þegar skólarnir fara í frí á sumrin. Nokkuð hefur borið á skemmdaverkum í hverfinu í sumar. Í Facebook-hópi íbúa í hverfi 108 í Reykjavík má sjá færslu sem lýsir skemmdarverkum á bíl og hún er ekki sú eina af þessum toga. Íbúi sem fréttastofa náði tali af sagði að á tveimur dögum hafi bílhurð á bíl hans verið spennt upp og brotist inn í skúr í garðinum hans. Enn einn íbúi segir þetta ástand ólíðandi og tvisvar hafi rúður verið brotnar í bílnum hans. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 1, sem sér um þetta hverfi, lét taka saman tölur um brotin sem hafa komið inn á borð lögreglu í sumar. „Frá 1. júní eru komin um 35 rúðubrot í bílum á varðsvæði okkar. Þá tíu vestan Snorrabrautar og 25 fyrir austan hana,” segir hann. Hann segir ólíklegt að um skipulagða starfsemi sé að ræða og allar líkur séu á því að komist hafi verið til botns í málinu. „Við erum búin að sanka að okkur upplýsingum. Okkur sýnist þetta jafnvel vera einhver strákapör hjá einhverjum nokkrum 14 ára guttum. Við erum að fara í þá vinnu núna að kalla þá inn og tala við þá með foreldrum til að sjá hvort grunsemdir okkar séu réttar,” segir hann og bendir einnig á að það koma alltaf svona kúfar þegar skólarnir hætta. „Krakkarnir hafa ekkert að gera Þá koma stundum svona skemmdarverk, veggjakrot og rúðubrot. Þetta gengur í bylgjum. Oft eru þetta bara örfáir einstaklingar sem eru að valda þessu öllu saman.” Jóhann mælir með að íbúar fylgist með hvert öðru og sýni athygli og afskiptasemi. „Ef að það eru einhverjir sem þið kannist ekki við í götunni. Þá gæti jafnvel verið sniðugt að fara til þeirra og spyrja hverjir þeir eru eða taka myndir af bílunum þeirra. Svo má alltaf senda inn ábendingar til okkar,” segir hann að lokum. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Íbúar í Háaleitis- og Bústaðahverfi í Reykjavík hafa haft miklar áhyggjur af skemmdarverkaöldu sem hefur átt sér stað í hverfinu í sumar. Lögreglan segir að líklega sé um strákapör að ræða og að skemmdarverk af þessu tagi aukist þegar skólarnir fara í frí á sumrin. Nokkuð hefur borið á skemmdaverkum í hverfinu í sumar. Í Facebook-hópi íbúa í hverfi 108 í Reykjavík má sjá færslu sem lýsir skemmdarverkum á bíl og hún er ekki sú eina af þessum toga. Íbúi sem fréttastofa náði tali af sagði að á tveimur dögum hafi bílhurð á bíl hans verið spennt upp og brotist inn í skúr í garðinum hans. Enn einn íbúi segir þetta ástand ólíðandi og tvisvar hafi rúður verið brotnar í bílnum hans. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 1, sem sér um þetta hverfi, lét taka saman tölur um brotin sem hafa komið inn á borð lögreglu í sumar. „Frá 1. júní eru komin um 35 rúðubrot í bílum á varðsvæði okkar. Þá tíu vestan Snorrabrautar og 25 fyrir austan hana,” segir hann. Hann segir ólíklegt að um skipulagða starfsemi sé að ræða og allar líkur séu á því að komist hafi verið til botns í málinu. „Við erum búin að sanka að okkur upplýsingum. Okkur sýnist þetta jafnvel vera einhver strákapör hjá einhverjum nokkrum 14 ára guttum. Við erum að fara í þá vinnu núna að kalla þá inn og tala við þá með foreldrum til að sjá hvort grunsemdir okkar séu réttar,” segir hann og bendir einnig á að það koma alltaf svona kúfar þegar skólarnir hætta. „Krakkarnir hafa ekkert að gera Þá koma stundum svona skemmdarverk, veggjakrot og rúðubrot. Þetta gengur í bylgjum. Oft eru þetta bara örfáir einstaklingar sem eru að valda þessu öllu saman.” Jóhann mælir með að íbúar fylgist með hvert öðru og sýni athygli og afskiptasemi. „Ef að það eru einhverjir sem þið kannist ekki við í götunni. Þá gæti jafnvel verið sniðugt að fara til þeirra og spyrja hverjir þeir eru eða taka myndir af bílunum þeirra. Svo má alltaf senda inn ábendingar til okkar,” segir hann að lokum.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira