Skemmdarverkaalda í Háaleitis- og Bústaðahverfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 21:10 Íbúar í Háaleitis- og Bústaðahverfi í Reykjavík hafa haft miklar áhyggjur af skemmdarverkaöldu sem hefur átt sér stað í hverfinu í sumar. Lögreglan segir að líklega sé um strákapör að ræða og að skemmdarverk af þessu tagi aukist þegar skólarnir fara í frí á sumrin. Nokkuð hefur borið á skemmdaverkum í hverfinu í sumar. Í Facebook-hópi íbúa í hverfi 108 í Reykjavík má sjá færslu sem lýsir skemmdarverkum á bíl og hún er ekki sú eina af þessum toga. Íbúi sem fréttastofa náði tali af sagði að á tveimur dögum hafi bílhurð á bíl hans verið spennt upp og brotist inn í skúr í garðinum hans. Enn einn íbúi segir þetta ástand ólíðandi og tvisvar hafi rúður verið brotnar í bílnum hans. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 1, sem sér um þetta hverfi, lét taka saman tölur um brotin sem hafa komið inn á borð lögreglu í sumar. „Frá 1. júní eru komin um 35 rúðubrot í bílum á varðsvæði okkar. Þá tíu vestan Snorrabrautar og 25 fyrir austan hana,” segir hann. Hann segir ólíklegt að um skipulagða starfsemi sé að ræða og allar líkur séu á því að komist hafi verið til botns í málinu. „Við erum búin að sanka að okkur upplýsingum. Okkur sýnist þetta jafnvel vera einhver strákapör hjá einhverjum nokkrum 14 ára guttum. Við erum að fara í þá vinnu núna að kalla þá inn og tala við þá með foreldrum til að sjá hvort grunsemdir okkar séu réttar,” segir hann og bendir einnig á að það koma alltaf svona kúfar þegar skólarnir hætta. „Krakkarnir hafa ekkert að gera Þá koma stundum svona skemmdarverk, veggjakrot og rúðubrot. Þetta gengur í bylgjum. Oft eru þetta bara örfáir einstaklingar sem eru að valda þessu öllu saman.” Jóhann mælir með að íbúar fylgist með hvert öðru og sýni athygli og afskiptasemi. „Ef að það eru einhverjir sem þið kannist ekki við í götunni. Þá gæti jafnvel verið sniðugt að fara til þeirra og spyrja hverjir þeir eru eða taka myndir af bílunum þeirra. Svo má alltaf senda inn ábendingar til okkar,” segir hann að lokum. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira
Íbúar í Háaleitis- og Bústaðahverfi í Reykjavík hafa haft miklar áhyggjur af skemmdarverkaöldu sem hefur átt sér stað í hverfinu í sumar. Lögreglan segir að líklega sé um strákapör að ræða og að skemmdarverk af þessu tagi aukist þegar skólarnir fara í frí á sumrin. Nokkuð hefur borið á skemmdaverkum í hverfinu í sumar. Í Facebook-hópi íbúa í hverfi 108 í Reykjavík má sjá færslu sem lýsir skemmdarverkum á bíl og hún er ekki sú eina af þessum toga. Íbúi sem fréttastofa náði tali af sagði að á tveimur dögum hafi bílhurð á bíl hans verið spennt upp og brotist inn í skúr í garðinum hans. Enn einn íbúi segir þetta ástand ólíðandi og tvisvar hafi rúður verið brotnar í bílnum hans. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 1, sem sér um þetta hverfi, lét taka saman tölur um brotin sem hafa komið inn á borð lögreglu í sumar. „Frá 1. júní eru komin um 35 rúðubrot í bílum á varðsvæði okkar. Þá tíu vestan Snorrabrautar og 25 fyrir austan hana,” segir hann. Hann segir ólíklegt að um skipulagða starfsemi sé að ræða og allar líkur séu á því að komist hafi verið til botns í málinu. „Við erum búin að sanka að okkur upplýsingum. Okkur sýnist þetta jafnvel vera einhver strákapör hjá einhverjum nokkrum 14 ára guttum. Við erum að fara í þá vinnu núna að kalla þá inn og tala við þá með foreldrum til að sjá hvort grunsemdir okkar séu réttar,” segir hann og bendir einnig á að það koma alltaf svona kúfar þegar skólarnir hætta. „Krakkarnir hafa ekkert að gera Þá koma stundum svona skemmdarverk, veggjakrot og rúðubrot. Þetta gengur í bylgjum. Oft eru þetta bara örfáir einstaklingar sem eru að valda þessu öllu saman.” Jóhann mælir með að íbúar fylgist með hvert öðru og sýni athygli og afskiptasemi. „Ef að það eru einhverjir sem þið kannist ekki við í götunni. Þá gæti jafnvel verið sniðugt að fara til þeirra og spyrja hverjir þeir eru eða taka myndir af bílunum þeirra. Svo má alltaf senda inn ábendingar til okkar,” segir hann að lokum.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira