Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2018 11:45 Heimir Hallgrímsson, fráfarandi þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur fengið fyrirspurnir erlendis frá, bæði frá landsliðum og félagsliðum. Hann segir launin aldrei hafa verið aðalatriðið í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands. Hann hafi velt fyrir sér að stýra liðinu út Þjóðadeildina en komist að þeirri niðurstöðu að það væri ósanngjarnt gagnvart þeim þjálfara sem svo tæki við. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Heimir boðaði til með skömmum fyrirvara á Hilton í morgun. Þar nýtti Heimir tækifærið og þakkaði samstarfsfólki sínu samfylgdina auk þess sem hann fór yfir hvernig staða landsliðsins sé í dag að hans mati. Hún hefur aldrei verið betri að sögn Heimis og sömu sögu sé að segja um KSÍ þar sem allt sé í blóma og fjárhagsstaðan afar góð.Skilur við landsliðið í blóma Minnti Heimir á að meirihluti landsliðsmanna væri á besta aldri, að nálgast þrítugt. Landsliði hefði náð árangri sínum undanfarin ár á besta mögulega tíma. Liðið ætti framundan leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en úrslit gegn svo sterkum andstæðingum gefi mörg stig á styrkleikalista FIFA. Þá hafi fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri enda landsliðið skaffað heilmikið verðlaunafé. Liðið eigi nokkuð greiða leið á EM 2020 en liðið verði aldrei neðar en í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verði í undankeppninni. Tilkynnt var um brotthvarf Heimis í tilkynningu frá KSÍ klukkan 10 í morgun. Í framhaldinu var boðað til tveggja blaðamannafunda, annars vegar hjá Heimi á Hilton klukkan 11 og svo hjá Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.Niðurstaðan í Rússlandi vonbrigði Heimir upplýsti á fundinum í dag að hugur hans hefði snúist í hringi síðan hann kom heim til Íslands eftir HM í Rússlandi. Niðurstaðan, eitt stig úr þremur leikjum, hefði verið vonbrigði þótt frammistaðan hefði verið góð miðað við stöðuna á hópnum. Hann hefði rætt við Guðna Bergsson og velt fyrir sér að halda áfram með liðið í gegnum Þjóðadeildina sem hefst í haust. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þá fengi nýr þjálfari engan tíma til undirbúnings fyrir EM 2020. Það væri ekki sanngjarnt að hann „tæki rjómann“, mest spennandi verkefnin, og því betra að stíga til hliðar. Erlend félagslið og landslið hafa verið í sambandi við umboðsmann Heimis en hann segir ekkert í hendi. Hvaða verkefni sem honum bjóðist vilji hann alltaf fá tíma til undirbúnings. Hvort sem það feli í sér að læra nýtt tungumál eða annað. Annars yrði hann hjá KSÍ út mánuðinn þegar samningurinn rynni út. Hvort hann yrði sambandinu innan handar við leit að þjálfara eða gerði annað sagðist Heimir ekki vita það. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, myndi kannski bara láta hann skúra gólfin.Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá textalýsingu frá fundinum.
Heimir Hallgrímsson, fráfarandi þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur fengið fyrirspurnir erlendis frá, bæði frá landsliðum og félagsliðum. Hann segir launin aldrei hafa verið aðalatriðið í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands. Hann hafi velt fyrir sér að stýra liðinu út Þjóðadeildina en komist að þeirri niðurstöðu að það væri ósanngjarnt gagnvart þeim þjálfara sem svo tæki við. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Heimir boðaði til með skömmum fyrirvara á Hilton í morgun. Þar nýtti Heimir tækifærið og þakkaði samstarfsfólki sínu samfylgdina auk þess sem hann fór yfir hvernig staða landsliðsins sé í dag að hans mati. Hún hefur aldrei verið betri að sögn Heimis og sömu sögu sé að segja um KSÍ þar sem allt sé í blóma og fjárhagsstaðan afar góð.Skilur við landsliðið í blóma Minnti Heimir á að meirihluti landsliðsmanna væri á besta aldri, að nálgast þrítugt. Landsliði hefði náð árangri sínum undanfarin ár á besta mögulega tíma. Liðið ætti framundan leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en úrslit gegn svo sterkum andstæðingum gefi mörg stig á styrkleikalista FIFA. Þá hafi fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri enda landsliðið skaffað heilmikið verðlaunafé. Liðið eigi nokkuð greiða leið á EM 2020 en liðið verði aldrei neðar en í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verði í undankeppninni. Tilkynnt var um brotthvarf Heimis í tilkynningu frá KSÍ klukkan 10 í morgun. Í framhaldinu var boðað til tveggja blaðamannafunda, annars vegar hjá Heimi á Hilton klukkan 11 og svo hjá Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.Niðurstaðan í Rússlandi vonbrigði Heimir upplýsti á fundinum í dag að hugur hans hefði snúist í hringi síðan hann kom heim til Íslands eftir HM í Rússlandi. Niðurstaðan, eitt stig úr þremur leikjum, hefði verið vonbrigði þótt frammistaðan hefði verið góð miðað við stöðuna á hópnum. Hann hefði rætt við Guðna Bergsson og velt fyrir sér að halda áfram með liðið í gegnum Þjóðadeildina sem hefst í haust. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þá fengi nýr þjálfari engan tíma til undirbúnings fyrir EM 2020. Það væri ekki sanngjarnt að hann „tæki rjómann“, mest spennandi verkefnin, og því betra að stíga til hliðar. Erlend félagslið og landslið hafa verið í sambandi við umboðsmann Heimis en hann segir ekkert í hendi. Hvaða verkefni sem honum bjóðist vilji hann alltaf fá tíma til undirbúnings. Hvort sem það feli í sér að læra nýtt tungumál eða annað. Annars yrði hann hjá KSÍ út mánuðinn þegar samningurinn rynni út. Hvort hann yrði sambandinu innan handar við leit að þjálfara eða gerði annað sagðist Heimir ekki vita það. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, myndi kannski bara láta hann skúra gólfin.Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá textalýsingu frá fundinum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08