Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2018 11:45 Heimir Hallgrímsson, fráfarandi þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur fengið fyrirspurnir erlendis frá, bæði frá landsliðum og félagsliðum. Hann segir launin aldrei hafa verið aðalatriðið í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands. Hann hafi velt fyrir sér að stýra liðinu út Þjóðadeildina en komist að þeirri niðurstöðu að það væri ósanngjarnt gagnvart þeim þjálfara sem svo tæki við. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Heimir boðaði til með skömmum fyrirvara á Hilton í morgun. Þar nýtti Heimir tækifærið og þakkaði samstarfsfólki sínu samfylgdina auk þess sem hann fór yfir hvernig staða landsliðsins sé í dag að hans mati. Hún hefur aldrei verið betri að sögn Heimis og sömu sögu sé að segja um KSÍ þar sem allt sé í blóma og fjárhagsstaðan afar góð.Skilur við landsliðið í blóma Minnti Heimir á að meirihluti landsliðsmanna væri á besta aldri, að nálgast þrítugt. Landsliði hefði náð árangri sínum undanfarin ár á besta mögulega tíma. Liðið ætti framundan leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en úrslit gegn svo sterkum andstæðingum gefi mörg stig á styrkleikalista FIFA. Þá hafi fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri enda landsliðið skaffað heilmikið verðlaunafé. Liðið eigi nokkuð greiða leið á EM 2020 en liðið verði aldrei neðar en í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verði í undankeppninni. Tilkynnt var um brotthvarf Heimis í tilkynningu frá KSÍ klukkan 10 í morgun. Í framhaldinu var boðað til tveggja blaðamannafunda, annars vegar hjá Heimi á Hilton klukkan 11 og svo hjá Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.Niðurstaðan í Rússlandi vonbrigði Heimir upplýsti á fundinum í dag að hugur hans hefði snúist í hringi síðan hann kom heim til Íslands eftir HM í Rússlandi. Niðurstaðan, eitt stig úr þremur leikjum, hefði verið vonbrigði þótt frammistaðan hefði verið góð miðað við stöðuna á hópnum. Hann hefði rætt við Guðna Bergsson og velt fyrir sér að halda áfram með liðið í gegnum Þjóðadeildina sem hefst í haust. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þá fengi nýr þjálfari engan tíma til undirbúnings fyrir EM 2020. Það væri ekki sanngjarnt að hann „tæki rjómann“, mest spennandi verkefnin, og því betra að stíga til hliðar. Erlend félagslið og landslið hafa verið í sambandi við umboðsmann Heimis en hann segir ekkert í hendi. Hvaða verkefni sem honum bjóðist vilji hann alltaf fá tíma til undirbúnings. Hvort sem það feli í sér að læra nýtt tungumál eða annað. Annars yrði hann hjá KSÍ út mánuðinn þegar samningurinn rynni út. Hvort hann yrði sambandinu innan handar við leit að þjálfara eða gerði annað sagðist Heimir ekki vita það. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, myndi kannski bara láta hann skúra gólfin.Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá textalýsingu frá fundinum.
Heimir Hallgrímsson, fráfarandi þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur fengið fyrirspurnir erlendis frá, bæði frá landsliðum og félagsliðum. Hann segir launin aldrei hafa verið aðalatriðið í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands. Hann hafi velt fyrir sér að stýra liðinu út Þjóðadeildina en komist að þeirri niðurstöðu að það væri ósanngjarnt gagnvart þeim þjálfara sem svo tæki við. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Heimir boðaði til með skömmum fyrirvara á Hilton í morgun. Þar nýtti Heimir tækifærið og þakkaði samstarfsfólki sínu samfylgdina auk þess sem hann fór yfir hvernig staða landsliðsins sé í dag að hans mati. Hún hefur aldrei verið betri að sögn Heimis og sömu sögu sé að segja um KSÍ þar sem allt sé í blóma og fjárhagsstaðan afar góð.Skilur við landsliðið í blóma Minnti Heimir á að meirihluti landsliðsmanna væri á besta aldri, að nálgast þrítugt. Landsliði hefði náð árangri sínum undanfarin ár á besta mögulega tíma. Liðið ætti framundan leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en úrslit gegn svo sterkum andstæðingum gefi mörg stig á styrkleikalista FIFA. Þá hafi fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri enda landsliðið skaffað heilmikið verðlaunafé. Liðið eigi nokkuð greiða leið á EM 2020 en liðið verði aldrei neðar en í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verði í undankeppninni. Tilkynnt var um brotthvarf Heimis í tilkynningu frá KSÍ klukkan 10 í morgun. Í framhaldinu var boðað til tveggja blaðamannafunda, annars vegar hjá Heimi á Hilton klukkan 11 og svo hjá Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.Niðurstaðan í Rússlandi vonbrigði Heimir upplýsti á fundinum í dag að hugur hans hefði snúist í hringi síðan hann kom heim til Íslands eftir HM í Rússlandi. Niðurstaðan, eitt stig úr þremur leikjum, hefði verið vonbrigði þótt frammistaðan hefði verið góð miðað við stöðuna á hópnum. Hann hefði rætt við Guðna Bergsson og velt fyrir sér að halda áfram með liðið í gegnum Þjóðadeildina sem hefst í haust. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þá fengi nýr þjálfari engan tíma til undirbúnings fyrir EM 2020. Það væri ekki sanngjarnt að hann „tæki rjómann“, mest spennandi verkefnin, og því betra að stíga til hliðar. Erlend félagslið og landslið hafa verið í sambandi við umboðsmann Heimis en hann segir ekkert í hendi. Hvaða verkefni sem honum bjóðist vilji hann alltaf fá tíma til undirbúnings. Hvort sem það feli í sér að læra nýtt tungumál eða annað. Annars yrði hann hjá KSÍ út mánuðinn þegar samningurinn rynni út. Hvort hann yrði sambandinu innan handar við leit að þjálfara eða gerði annað sagðist Heimir ekki vita það. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, myndi kannski bara láta hann skúra gólfin.Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá textalýsingu frá fundinum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08