Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 10:08 Heimir Hallgrímsson kveður eftir sjö ára starf. Fréttablaðið/Eyþór Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta en þetta staðfestir KSÍ með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Samningur Heimis við KSÍ rann út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi en vitað var að hann myndi gefa sér að minnsta kosti tvær vikur til að ákveða næstu skref. Heimir varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck árið 2011 og samþjálfari hans árið 2014 en hann hefur stýrt íslenska liðinu sem aðalþjálfari síðan 2016 og náð ótrúlegum árangri.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelmHeimir var fyrsti kostur KSÍ fer nú í það að finna eftirmann Heimis en frekar verður greint frá málum á fréttamannafundi sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13.15. Knattspyrnusambandið má ekki vera of lengi að ráða eftirmann Heimis því liðið mætir Belgíu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar 11. september. „Heimir var auðvitað okkar fyrsti kostur í starfið, enda hefur hann unnið frábært starf á þessum árum sem hann hefur verið með liðið. Íslensk knattspyrna hefur aldrei staðið jafn framarlega og aldrei áður notið jafn mikillar athygli hérlendis sem erlendis,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram, en niðurstaðan er þó sú að Heimir hættir með liðið að eigin ósk og vil ég fyrir hönd KSÍ þakka honum kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. KSÍ mun nú taka næstu skref í ráðningu nýs landsliðsþjálfara,“ segir Guðni.Hvað tekur við?Vísir/GettyÞakkar öllum „Eftir sjö góð ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands hef ég ákveðið að halda ekki áfram með A-landslið karla,“ segir Heimir í fréttatilkynningunni. „Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið fyrir. Hluti af hópi sem hefur rutt leiðina fyrir komandi kynslóðir og gert svo ótal margt í fyrsta skipti í sögunni. Það eru forréttindi að geta yfirgefið verkefnið á tímapunkti eins og í dag. Leikmenn á toppi síns ferils og hópurinn með mikla reynslu.“ „Umgjörð, vinnuumhverfi og verkferlar í föstum skorðum. Góður árangur hefur tryggt okkur sæti meðal þeirra bestu næstu ár. Árangurinn og frammistaðan hefur skapað virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu. Þó leikmenn eigi heiðurinn og stærsta þáttinn í velgengninni þá er þáttur starfsfólksins í kringum liðið ómetanlegur.“ „Verkefnin framundan eru stór og spennandi. Um leið og ég þakka öllu samstarfsfólki, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir samstarfið, þá óska ég ykkur öllum velgengni næstu árin því ferðalagið er rétt að hefjast,“ segir Heimir Hallgrímsson.Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu af blaðamannafundi Heimis á Nordica.
Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta en þetta staðfestir KSÍ með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Samningur Heimis við KSÍ rann út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi en vitað var að hann myndi gefa sér að minnsta kosti tvær vikur til að ákveða næstu skref. Heimir varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck árið 2011 og samþjálfari hans árið 2014 en hann hefur stýrt íslenska liðinu sem aðalþjálfari síðan 2016 og náð ótrúlegum árangri.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelmHeimir var fyrsti kostur KSÍ fer nú í það að finna eftirmann Heimis en frekar verður greint frá málum á fréttamannafundi sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13.15. Knattspyrnusambandið má ekki vera of lengi að ráða eftirmann Heimis því liðið mætir Belgíu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar 11. september. „Heimir var auðvitað okkar fyrsti kostur í starfið, enda hefur hann unnið frábært starf á þessum árum sem hann hefur verið með liðið. Íslensk knattspyrna hefur aldrei staðið jafn framarlega og aldrei áður notið jafn mikillar athygli hérlendis sem erlendis,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram, en niðurstaðan er þó sú að Heimir hættir með liðið að eigin ósk og vil ég fyrir hönd KSÍ þakka honum kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. KSÍ mun nú taka næstu skref í ráðningu nýs landsliðsþjálfara,“ segir Guðni.Hvað tekur við?Vísir/GettyÞakkar öllum „Eftir sjö góð ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands hef ég ákveðið að halda ekki áfram með A-landslið karla,“ segir Heimir í fréttatilkynningunni. „Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið fyrir. Hluti af hópi sem hefur rutt leiðina fyrir komandi kynslóðir og gert svo ótal margt í fyrsta skipti í sögunni. Það eru forréttindi að geta yfirgefið verkefnið á tímapunkti eins og í dag. Leikmenn á toppi síns ferils og hópurinn með mikla reynslu.“ „Umgjörð, vinnuumhverfi og verkferlar í föstum skorðum. Góður árangur hefur tryggt okkur sæti meðal þeirra bestu næstu ár. Árangurinn og frammistaðan hefur skapað virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu. Þó leikmenn eigi heiðurinn og stærsta þáttinn í velgengninni þá er þáttur starfsfólksins í kringum liðið ómetanlegur.“ „Verkefnin framundan eru stór og spennandi. Um leið og ég þakka öllu samstarfsfólki, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir samstarfið, þá óska ég ykkur öllum velgengni næstu árin því ferðalagið er rétt að hefjast,“ segir Heimir Hallgrímsson.Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu af blaðamannafundi Heimis á Nordica.
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira