KSÍ með óskalista yfir þjálfara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2018 13:29 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á þingi FIFA. Vísir/Getty Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að plan b, sem hann nefndi á meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð, feli í sér hvernig þeir hafi ætlað að fara í ferlið að leita að nýjum þjálfara. „Við höfum verið með nöfn í huga og unnið með óformlegan lista,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. „Það er þegar kominn áhugi erlendis frá,“ sagði Guðni. Hann hefði engar áhyggjur af því að finna flottan arftaka. „Við munum fá marga sem hafa áhuga á þessu starfi.“ 56 dagar eru í að Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni í haust þar sem liðið mætir Belgíu og Sviss. „Við erum meðvituð um tímarammann.“Ekki þjálfara frá Afríku Aðspurður um hvaða eiginleika nýr þjálfari þyrfti að hafa sagði Guðni „horfa til þjálfara sem getur gengist undir þá hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Einhvern sem skilji hvað íslenska landsliðið snúist um og á hverju landsliðið gengur. Hvað skipti máli í því starfi. Hann segir KSÍ ekki horfa til Suður-Ameríku eða Afríku eftir þjálfurum heldur frekar til þeirra þjóða sem Ísland þekki til. Þó sé bæði verið að skoða innlenda og erlenda þjálfara. „Við erum ekki búin að stilla upp sérstökum karakterum eða þjóðernum.“Óráðið með þjálfarateymið Óvíst sé hvort þjálfarateymi Heimis verði áfram með landsliðinu. „Það er ekki tímabært að fara að ræða það. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er vissulega áhugi á að skoða það mál frekar með ákveðnum hætti,“ sagði Guðni. Fljótlega þurfi að ræða við þá um mögulegt framhald, eða ekki. Formaðurinn var spurður út í launamálin, hvort til greina kæmi að teyja launaþakið hærra til að klófesta dýran erlendan þjálfara. Guðni sagði pælingar hvað það varðaði ekki tímabærar. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa um að hækka launin til að tryggja þjálfara.“ Þá var Guðni spurður út í plön sín varðandi ráðningu yfirmanns knattspyrnuþjálfara sem var hans helsta hugmynd um breytingar á íslenskum fótbolta þegar hann bauð sig fram til formanns í fyrra. Hann segir tíðindi að vænta af þeim málum með haustinu.Textalýsingu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að plan b, sem hann nefndi á meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð, feli í sér hvernig þeir hafi ætlað að fara í ferlið að leita að nýjum þjálfara. „Við höfum verið með nöfn í huga og unnið með óformlegan lista,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. „Það er þegar kominn áhugi erlendis frá,“ sagði Guðni. Hann hefði engar áhyggjur af því að finna flottan arftaka. „Við munum fá marga sem hafa áhuga á þessu starfi.“ 56 dagar eru í að Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni í haust þar sem liðið mætir Belgíu og Sviss. „Við erum meðvituð um tímarammann.“Ekki þjálfara frá Afríku Aðspurður um hvaða eiginleika nýr þjálfari þyrfti að hafa sagði Guðni „horfa til þjálfara sem getur gengist undir þá hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Einhvern sem skilji hvað íslenska landsliðið snúist um og á hverju landsliðið gengur. Hvað skipti máli í því starfi. Hann segir KSÍ ekki horfa til Suður-Ameríku eða Afríku eftir þjálfurum heldur frekar til þeirra þjóða sem Ísland þekki til. Þó sé bæði verið að skoða innlenda og erlenda þjálfara. „Við erum ekki búin að stilla upp sérstökum karakterum eða þjóðernum.“Óráðið með þjálfarateymið Óvíst sé hvort þjálfarateymi Heimis verði áfram með landsliðinu. „Það er ekki tímabært að fara að ræða það. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er vissulega áhugi á að skoða það mál frekar með ákveðnum hætti,“ sagði Guðni. Fljótlega þurfi að ræða við þá um mögulegt framhald, eða ekki. Formaðurinn var spurður út í launamálin, hvort til greina kæmi að teyja launaþakið hærra til að klófesta dýran erlendan þjálfara. Guðni sagði pælingar hvað það varðaði ekki tímabærar. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa um að hækka launin til að tryggja þjálfara.“ Þá var Guðni spurður út í plön sín varðandi ráðningu yfirmanns knattspyrnuþjálfara sem var hans helsta hugmynd um breytingar á íslenskum fótbolta þegar hann bauð sig fram til formanns í fyrra. Hann segir tíðindi að vænta af þeim málum með haustinu.Textalýsingu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15