Strandgæsla Líbíu sögð hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2018 17:51 Önnur konan og ungbarnið voru dáin þegar sjálfboðaliða bar að garði. Vísir/AP Mannréttindasamtökin Proactiva Open Arms segja Strandgæslu Líbíu hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi eftir að hafa stöðvað för um 160 manna á leið til Evrópu. Önnur konan og ungbarnið dóu en hin konan fannst meðal braks skipsins sem þau ferðuðust með um 80 sjómílur frá ströndum Líbíu. Samtökin segja konurnar hafa neitað að fara yfir í skip strandgæslunnar og að í kjölfarið hafi þær og ungabarnið verið skyldar eftir í sjónum, eftir að strandgæslan grandaði skipi þeirra. Talsmaður strandgæslunnar segir að 158 manns hafi verið bjargað úr skipi við strendur Líbíu og þar á meðal hafi verið 34 konur og níu börn. Hann sagði farandfólkið hafa fengið aðstoð og þau hafi verið flutt í flóttamannabúðir í bænum Khoms.Oscar Camps, forsvarsmaður Proactiva Open Arms, segir ríkisstjórn Ítalíu og samstarfi þeirra við yfirvöld í Líbíu vera um að kenna. „Þetta er bein afleiðing þess að ráða vopnaða vígahópa til að fá Evrópu til að telja Líbíu vera ríki, með ríkisstjórn og vera öruggt ríki.“ Samtökin birtu í dag myndband af aðgerðum þeirra í Miðjarðarhafi á Twitter.#ULTIMAHORA Denunciamos omisión de socorro en aguas internacionales y abandono de una persona con vida y los cadaveres de un niño y una mujer por los supuestos Guardacostas Libios, a los que Italia legitima y pone al frente. Cada muerte es consecuencia directa de esa política. pic.twitter.com/2IsxyDHazn — Proactiva Open Arms (@openarms_fund) July 17, 2018 Sameinuðu þjóðirnar telja 1.443 hafa dáið á ferðinni frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu það sem af er ári. Langflestir sem leggja í þessa ferð fara til Líbíu og reiða á þjónustu smyglara sem nýtt hafa sér óöldina þar í landi. Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur heitið því að stöðva flæði farandfólks frá Líbíu og hefur boðið yfirvöldum Líbíu fjárhagsaðstoð í stað aðstoðar við að stöðva fólkið. Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja farandfólk sem flutt sé aftur til Líbíu eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, nauðgunum og jafnvel að enda í þrældómi. Flóttamenn Líbía Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Mannréttindasamtökin Proactiva Open Arms segja Strandgæslu Líbíu hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi eftir að hafa stöðvað för um 160 manna á leið til Evrópu. Önnur konan og ungbarnið dóu en hin konan fannst meðal braks skipsins sem þau ferðuðust með um 80 sjómílur frá ströndum Líbíu. Samtökin segja konurnar hafa neitað að fara yfir í skip strandgæslunnar og að í kjölfarið hafi þær og ungabarnið verið skyldar eftir í sjónum, eftir að strandgæslan grandaði skipi þeirra. Talsmaður strandgæslunnar segir að 158 manns hafi verið bjargað úr skipi við strendur Líbíu og þar á meðal hafi verið 34 konur og níu börn. Hann sagði farandfólkið hafa fengið aðstoð og þau hafi verið flutt í flóttamannabúðir í bænum Khoms.Oscar Camps, forsvarsmaður Proactiva Open Arms, segir ríkisstjórn Ítalíu og samstarfi þeirra við yfirvöld í Líbíu vera um að kenna. „Þetta er bein afleiðing þess að ráða vopnaða vígahópa til að fá Evrópu til að telja Líbíu vera ríki, með ríkisstjórn og vera öruggt ríki.“ Samtökin birtu í dag myndband af aðgerðum þeirra í Miðjarðarhafi á Twitter.#ULTIMAHORA Denunciamos omisión de socorro en aguas internacionales y abandono de una persona con vida y los cadaveres de un niño y una mujer por los supuestos Guardacostas Libios, a los que Italia legitima y pone al frente. Cada muerte es consecuencia directa de esa política. pic.twitter.com/2IsxyDHazn — Proactiva Open Arms (@openarms_fund) July 17, 2018 Sameinuðu þjóðirnar telja 1.443 hafa dáið á ferðinni frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu það sem af er ári. Langflestir sem leggja í þessa ferð fara til Líbíu og reiða á þjónustu smyglara sem nýtt hafa sér óöldina þar í landi. Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur heitið því að stöðva flæði farandfólks frá Líbíu og hefur boðið yfirvöldum Líbíu fjárhagsaðstoð í stað aðstoðar við að stöðva fólkið. Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja farandfólk sem flutt sé aftur til Líbíu eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, nauðgunum og jafnvel að enda í þrældómi.
Flóttamenn Líbía Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira