Erlent

Reka ferðamenn frá sjókvíunum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Spjöll geta orðið þegar veitt er of nálægt.
Spjöll geta orðið þegar veitt er of nálægt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN
Lögreglumenn á eftirlitsbátum þurfa reglulega að reka sjóstangaveiðimenn í burtu frá laxeldiskvíum við strendur Noregs. Samkvæmt norsku fiskistofunni eru það oftast erlendir ferðamenn sem eru við veiðar nálægt sjókvíunum en bannað er að veiða nær þeim en í 100 metra fjarlægð.

Það er mat forsvarsmanna fyrirtækja í laxeldi og fiskistofu að umhverfisspjöll geti orðið veiði menn nálægt kvíunum. Dæmi eru um að veiðarfæri sem menn hafa misst hafi til dæmis flækst í hreinsibúnað kvíanna með þeim afleiðingum að fiskur hefur sloppið.




Tengdar fréttir

Veitingahús á móti sjókvíaeldi

Nokkur veitingahús í Reykjavík sniðganga lax úr sjókvíaeldi og taka þátt í baráttu gegn slíkri framleiðslu. Hrefna Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segir viðskiptavini sína spá í hvaðan fiskurinn kemur.

Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest

Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×