Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 14:00 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir niðurstöðu Hafró viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. Þótt niðurstaða stofnunarinnar séu mikil vonbrigði muni fyrirtækin engu að síður halda til streitu umsóknum um aukið eldi sem nú séu til skoðunar hjá ýmsum stofnunum. Hafrannsóknarstofnun skilaði áhættumati vegna laxeldis í sjó fyrir um ári sem fiskeldisfyrirtækin vonuðu að stofnunin myndi endurskoða eftir samskipti við Hafró undanfarið ár. Stofnunin hefur hins vegar ákveðið að fyrra mat standi áfram sem þýðir að hún telur ekki ráðlegt að auka eldi á laxi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir þessa niðurstöðu viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. „Þetta hefur þegar haft þau áhrif að fyrirtæki sem voru að undirbúa fjárfestingar í ljósi framtíðar uppbyggingar hafa slegið þeim á frest. Sem mun auðvitað hafa áhrif á atvinnusköpun og þess háttar í þessum byggðum,” segir Einar. Undanfarna mánuði hafi fiskeldisfyrirtækin unnið í góðri trú á grundvelli áhættumódels Hafró og að þau töldu í samstarfi við stofnunina að hugmyndum sem drægju úr hættu á að fiskur slyppi úr kvíum. Menn hafi því vonast eftir efnislegri niðurstöðu. „Við höfðum eðlilegar væntingar um að það myndi leiða til meiri framleiðsluheimilda en þarna er einfaldlega sagt pass eins og í spilunum. Þá komast menn ekkert lengra áfram.”Þýðir þetta að það er úti um áætlanir um frekari uppbyggingu og aukningu í eldi á þessum stöðum?„Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En það er ljóst að þetta mun fresta öllum frekari ákvörðunum,” segir Einar. Hins vegar séu umsóknir um aukið eldi til meðferðar hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun og þeirri vinnu verði haldið áfram. Við vorum að vonast til þess að þarna hefðu menn fastara land undir fótum eftir að hafa farið í gegnum þetta áhættumat. Þess vegna eru þetta gífurleg vonbrigði fyrir okkur. En fyrst og fremst auðvitað hefur þetta áhrif fyrir einstök fyrirtæki og alveg sérstaklega þær byggðir sem höfðu haft réttmætar væntingar um uppbyggingu í fiskeldi,” segir Einar K. Guðfinnsson. Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. Þótt niðurstaða stofnunarinnar séu mikil vonbrigði muni fyrirtækin engu að síður halda til streitu umsóknum um aukið eldi sem nú séu til skoðunar hjá ýmsum stofnunum. Hafrannsóknarstofnun skilaði áhættumati vegna laxeldis í sjó fyrir um ári sem fiskeldisfyrirtækin vonuðu að stofnunin myndi endurskoða eftir samskipti við Hafró undanfarið ár. Stofnunin hefur hins vegar ákveðið að fyrra mat standi áfram sem þýðir að hún telur ekki ráðlegt að auka eldi á laxi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir þessa niðurstöðu viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. „Þetta hefur þegar haft þau áhrif að fyrirtæki sem voru að undirbúa fjárfestingar í ljósi framtíðar uppbyggingar hafa slegið þeim á frest. Sem mun auðvitað hafa áhrif á atvinnusköpun og þess háttar í þessum byggðum,” segir Einar. Undanfarna mánuði hafi fiskeldisfyrirtækin unnið í góðri trú á grundvelli áhættumódels Hafró og að þau töldu í samstarfi við stofnunina að hugmyndum sem drægju úr hættu á að fiskur slyppi úr kvíum. Menn hafi því vonast eftir efnislegri niðurstöðu. „Við höfðum eðlilegar væntingar um að það myndi leiða til meiri framleiðsluheimilda en þarna er einfaldlega sagt pass eins og í spilunum. Þá komast menn ekkert lengra áfram.”Þýðir þetta að það er úti um áætlanir um frekari uppbyggingu og aukningu í eldi á þessum stöðum?„Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En það er ljóst að þetta mun fresta öllum frekari ákvörðunum,” segir Einar. Hins vegar séu umsóknir um aukið eldi til meðferðar hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun og þeirri vinnu verði haldið áfram. Við vorum að vonast til þess að þarna hefðu menn fastara land undir fótum eftir að hafa farið í gegnum þetta áhættumat. Þess vegna eru þetta gífurleg vonbrigði fyrir okkur. En fyrst og fremst auðvitað hefur þetta áhrif fyrir einstök fyrirtæki og alveg sérstaklega þær byggðir sem höfðu haft réttmætar væntingar um uppbyggingu í fiskeldi,” segir Einar K. Guðfinnsson.
Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45