Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. júlí 2018 20:00 Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða. Gjaldtaka á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð var kynnt í desember. Gjaldið átti að vera 7900 krónur fyrir hverja ferð fyrir rútur sem taka 19 eða færri farþega og 19900 krónur fyrir stærri bíla, og gjaldtakan skyldi hefjast í mars. Verðskráin breyttist þó lítillega síðar, en í janúar kvartaði Gray Line, eitt fyrirtækjanna sem notar fjarstæðin til samkeppniseftirlitsins.Sögðu ISAVIA misnota einokunarstöðu Forsvarsmenn þess töldu ISAVIA misnota einokunarstöðu sína með ofurgjaldtöku og bentu á að gjöldin væru langtum hærri en tíðkuðust í nágrannalöndum.Frétt Vísis: Gray Line kærir ISAVIA fyrir „ofurgjaldtöku“Í gær birti Samkeppniseftirlitið svo bráðabirgðaákvörðun þar sem ISAVIA er gert að stöðva gjaldtökuna tímabundið. Þar segir m.a. að hún muni hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstarforsendur fyrirtækja sem stæðin nýta og rekstarforsendur þeirra séu brostnar að óbreyttu. „Niðurstaðan er náttúrulega í takt við það sem við gerðum ráð fyrir í upphafi þegar við fórum af stað í þessi málaferli, vegna þess að þessi gjaldtaka er með öllu óhófleg, úr hófi fram,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.Flugvöllurinn ekki á fjárlögum Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir niðurstöðuna koma á óvart. Henni verði fylgt, en forsvarsmenn hafi talið það sanngjarnt og eðlilegt. „Keflavíkurflugvöllur er rekinn fyrir notendagjöld þar sem aðilar sem eru að nýta sér þjónustuaðstöðu við flugvöllinn greiða fyrir það og það fé fer í ýmislegt sem tengist rekstri og uppbyggingu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er ekki á fjárlögum,“ segir Guðjón.Ekki hundruð milljóna kostnaður við að reka bílastæðin Stjórnarformaður segir hins vegar um hreina og klára skattlagningu að ræða. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en skattlagning, vegna þess að þetta er opinbert fyrirtæki og eins og er með opinber fyrirtæki geta þau aðeins innheimt gjöld fyrir það sem kostar að veita þá þjónustu sem menn eru að nýta á flugvellinum. Kostnaðurinn við að byggja og reka þetta bílastæði eru ekki fleiri hundruð milljónir á ári. Það vitum við,“ segir Þórir. Samkeppnismál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða. Gjaldtaka á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð var kynnt í desember. Gjaldið átti að vera 7900 krónur fyrir hverja ferð fyrir rútur sem taka 19 eða færri farþega og 19900 krónur fyrir stærri bíla, og gjaldtakan skyldi hefjast í mars. Verðskráin breyttist þó lítillega síðar, en í janúar kvartaði Gray Line, eitt fyrirtækjanna sem notar fjarstæðin til samkeppniseftirlitsins.Sögðu ISAVIA misnota einokunarstöðu Forsvarsmenn þess töldu ISAVIA misnota einokunarstöðu sína með ofurgjaldtöku og bentu á að gjöldin væru langtum hærri en tíðkuðust í nágrannalöndum.Frétt Vísis: Gray Line kærir ISAVIA fyrir „ofurgjaldtöku“Í gær birti Samkeppniseftirlitið svo bráðabirgðaákvörðun þar sem ISAVIA er gert að stöðva gjaldtökuna tímabundið. Þar segir m.a. að hún muni hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstarforsendur fyrirtækja sem stæðin nýta og rekstarforsendur þeirra séu brostnar að óbreyttu. „Niðurstaðan er náttúrulega í takt við það sem við gerðum ráð fyrir í upphafi þegar við fórum af stað í þessi málaferli, vegna þess að þessi gjaldtaka er með öllu óhófleg, úr hófi fram,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.Flugvöllurinn ekki á fjárlögum Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir niðurstöðuna koma á óvart. Henni verði fylgt, en forsvarsmenn hafi talið það sanngjarnt og eðlilegt. „Keflavíkurflugvöllur er rekinn fyrir notendagjöld þar sem aðilar sem eru að nýta sér þjónustuaðstöðu við flugvöllinn greiða fyrir það og það fé fer í ýmislegt sem tengist rekstri og uppbyggingu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er ekki á fjárlögum,“ segir Guðjón.Ekki hundruð milljóna kostnaður við að reka bílastæðin Stjórnarformaður segir hins vegar um hreina og klára skattlagningu að ræða. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en skattlagning, vegna þess að þetta er opinbert fyrirtæki og eins og er með opinber fyrirtæki geta þau aðeins innheimt gjöld fyrir það sem kostar að veita þá þjónustu sem menn eru að nýta á flugvellinum. Kostnaðurinn við að byggja og reka þetta bílastæði eru ekki fleiri hundruð milljónir á ári. Það vitum við,“ segir Þórir.
Samkeppnismál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira