Segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á afbrot hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 11:14 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli „Þessar hamfarir þegar fjármálastofnanir okkar hrynja á nokkrum dögum, þá fóru um mann miklar áhyggjur og ótti við að það yrði bara óöld á Íslandi á næstu misserum,“ sagði Helgi Helgi Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðingur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, um tímabilið eftir hrun. Hann segist hafa velt því fyrir sér hvort þetta myndi hafa mikil áhrif á afbrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot hér á landi. „Maður setti setti sig strax í einhverjar stellingar við það að raunverulega fylgjast með þessu og með svona ótta í brjósti.“ Helgi gaf á dögunum út bókina Afbrot og íslenskt samfélag. Í bókinni er meðal annars farið yfir þróun afbrotafræðinnar á Íslandi, einkenni íslenskra fangelsa og fanga, dómstólana, netbrot og gerendur kynferðisbrota. Hann segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á tíðni brota en í upphafi hafi fólk staðsett hrunið í fang ákveðinna einstaklinga. „Þetta reynir auðvitað mjög mikið á réttarríkið. Þetta reynir auðvitað mikið á hvernig brugðist er við áfalli af þessu tagi. Við verðum auðvitað að hafa í huga að það var auðvitað mjög mikil reiði í okkar samfélagi. Það var talsvert mikil ólga. Það var líka kannski spurningin, sérstaklega í upphafi, að það væru þarna ákveðnir einstaklingar sem að væru ábyrgir fyrir þessu hruni og þeir voru nefndir, það voru teknir tilteknir einstaklingar út.“Mynd/HáskólaútgáfanMenn fóru fram úr sér „Innlendir bankamenn gripu til margvíslegra aðgerða eða gjörninga sem að vafalítið eru vafasamir og hafa verið dæmdir sem refsiverðir, sem eru í raun og veru til að bjarga stofnunum.“ Helgi segir að í bókinni setji hann bankahrunið í aðeins víðara samhengi en hefur verið gert hér á landi þar sem hefur verið staldrað mikið við sök einstaklinga. „Ég reyni að setja þetta í þetta pólitíska og efnahagslega umhverfi eða umgjörð sem að einhverju leyti gerði það að verkum að það varð til svona eða stemning þar sem að menn fóru kannski fram úr sjálfum sér og réttlættu þetta með ákveðnum hætti.“ Það sé klárt mál að það hafi verið mikil reiði í íslensku samfélagi sem hugsanlega hafi náð alla leið inn í réttarsal. „Menn vildu einhvern vegin draga einhvern til ábyrgðar fyrir hrunið. Það var jú refsigleði og mikil reiði í garð bankamanna.“ Ákveðnir einstaklingar hafi farið frá því að vera hetjur í það að vera skúrkar.Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan: Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
„Þessar hamfarir þegar fjármálastofnanir okkar hrynja á nokkrum dögum, þá fóru um mann miklar áhyggjur og ótti við að það yrði bara óöld á Íslandi á næstu misserum,“ sagði Helgi Helgi Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðingur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, um tímabilið eftir hrun. Hann segist hafa velt því fyrir sér hvort þetta myndi hafa mikil áhrif á afbrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot hér á landi. „Maður setti setti sig strax í einhverjar stellingar við það að raunverulega fylgjast með þessu og með svona ótta í brjósti.“ Helgi gaf á dögunum út bókina Afbrot og íslenskt samfélag. Í bókinni er meðal annars farið yfir þróun afbrotafræðinnar á Íslandi, einkenni íslenskra fangelsa og fanga, dómstólana, netbrot og gerendur kynferðisbrota. Hann segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á tíðni brota en í upphafi hafi fólk staðsett hrunið í fang ákveðinna einstaklinga. „Þetta reynir auðvitað mjög mikið á réttarríkið. Þetta reynir auðvitað mikið á hvernig brugðist er við áfalli af þessu tagi. Við verðum auðvitað að hafa í huga að það var auðvitað mjög mikil reiði í okkar samfélagi. Það var talsvert mikil ólga. Það var líka kannski spurningin, sérstaklega í upphafi, að það væru þarna ákveðnir einstaklingar sem að væru ábyrgir fyrir þessu hruni og þeir voru nefndir, það voru teknir tilteknir einstaklingar út.“Mynd/HáskólaútgáfanMenn fóru fram úr sér „Innlendir bankamenn gripu til margvíslegra aðgerða eða gjörninga sem að vafalítið eru vafasamir og hafa verið dæmdir sem refsiverðir, sem eru í raun og veru til að bjarga stofnunum.“ Helgi segir að í bókinni setji hann bankahrunið í aðeins víðara samhengi en hefur verið gert hér á landi þar sem hefur verið staldrað mikið við sök einstaklinga. „Ég reyni að setja þetta í þetta pólitíska og efnahagslega umhverfi eða umgjörð sem að einhverju leyti gerði það að verkum að það varð til svona eða stemning þar sem að menn fóru kannski fram úr sjálfum sér og réttlættu þetta með ákveðnum hætti.“ Það sé klárt mál að það hafi verið mikil reiði í íslensku samfélagi sem hugsanlega hafi náð alla leið inn í réttarsal. „Menn vildu einhvern vegin draga einhvern til ábyrgðar fyrir hrunið. Það var jú refsigleði og mikil reiði í garð bankamanna.“ Ákveðnir einstaklingar hafi farið frá því að vera hetjur í það að vera skúrkar.Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan:
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira