Segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á afbrot hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 11:14 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli „Þessar hamfarir þegar fjármálastofnanir okkar hrynja á nokkrum dögum, þá fóru um mann miklar áhyggjur og ótti við að það yrði bara óöld á Íslandi á næstu misserum,“ sagði Helgi Helgi Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðingur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, um tímabilið eftir hrun. Hann segist hafa velt því fyrir sér hvort þetta myndi hafa mikil áhrif á afbrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot hér á landi. „Maður setti setti sig strax í einhverjar stellingar við það að raunverulega fylgjast með þessu og með svona ótta í brjósti.“ Helgi gaf á dögunum út bókina Afbrot og íslenskt samfélag. Í bókinni er meðal annars farið yfir þróun afbrotafræðinnar á Íslandi, einkenni íslenskra fangelsa og fanga, dómstólana, netbrot og gerendur kynferðisbrota. Hann segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á tíðni brota en í upphafi hafi fólk staðsett hrunið í fang ákveðinna einstaklinga. „Þetta reynir auðvitað mjög mikið á réttarríkið. Þetta reynir auðvitað mikið á hvernig brugðist er við áfalli af þessu tagi. Við verðum auðvitað að hafa í huga að það var auðvitað mjög mikil reiði í okkar samfélagi. Það var talsvert mikil ólga. Það var líka kannski spurningin, sérstaklega í upphafi, að það væru þarna ákveðnir einstaklingar sem að væru ábyrgir fyrir þessu hruni og þeir voru nefndir, það voru teknir tilteknir einstaklingar út.“Mynd/HáskólaútgáfanMenn fóru fram úr sér „Innlendir bankamenn gripu til margvíslegra aðgerða eða gjörninga sem að vafalítið eru vafasamir og hafa verið dæmdir sem refsiverðir, sem eru í raun og veru til að bjarga stofnunum.“ Helgi segir að í bókinni setji hann bankahrunið í aðeins víðara samhengi en hefur verið gert hér á landi þar sem hefur verið staldrað mikið við sök einstaklinga. „Ég reyni að setja þetta í þetta pólitíska og efnahagslega umhverfi eða umgjörð sem að einhverju leyti gerði það að verkum að það varð til svona eða stemning þar sem að menn fóru kannski fram úr sjálfum sér og réttlættu þetta með ákveðnum hætti.“ Það sé klárt mál að það hafi verið mikil reiði í íslensku samfélagi sem hugsanlega hafi náð alla leið inn í réttarsal. „Menn vildu einhvern vegin draga einhvern til ábyrgðar fyrir hrunið. Það var jú refsigleði og mikil reiði í garð bankamanna.“ Ákveðnir einstaklingar hafi farið frá því að vera hetjur í það að vera skúrkar.Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan: Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
„Þessar hamfarir þegar fjármálastofnanir okkar hrynja á nokkrum dögum, þá fóru um mann miklar áhyggjur og ótti við að það yrði bara óöld á Íslandi á næstu misserum,“ sagði Helgi Helgi Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðingur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, um tímabilið eftir hrun. Hann segist hafa velt því fyrir sér hvort þetta myndi hafa mikil áhrif á afbrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot hér á landi. „Maður setti setti sig strax í einhverjar stellingar við það að raunverulega fylgjast með þessu og með svona ótta í brjósti.“ Helgi gaf á dögunum út bókina Afbrot og íslenskt samfélag. Í bókinni er meðal annars farið yfir þróun afbrotafræðinnar á Íslandi, einkenni íslenskra fangelsa og fanga, dómstólana, netbrot og gerendur kynferðisbrota. Hann segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á tíðni brota en í upphafi hafi fólk staðsett hrunið í fang ákveðinna einstaklinga. „Þetta reynir auðvitað mjög mikið á réttarríkið. Þetta reynir auðvitað mikið á hvernig brugðist er við áfalli af þessu tagi. Við verðum auðvitað að hafa í huga að það var auðvitað mjög mikil reiði í okkar samfélagi. Það var talsvert mikil ólga. Það var líka kannski spurningin, sérstaklega í upphafi, að það væru þarna ákveðnir einstaklingar sem að væru ábyrgir fyrir þessu hruni og þeir voru nefndir, það voru teknir tilteknir einstaklingar út.“Mynd/HáskólaútgáfanMenn fóru fram úr sér „Innlendir bankamenn gripu til margvíslegra aðgerða eða gjörninga sem að vafalítið eru vafasamir og hafa verið dæmdir sem refsiverðir, sem eru í raun og veru til að bjarga stofnunum.“ Helgi segir að í bókinni setji hann bankahrunið í aðeins víðara samhengi en hefur verið gert hér á landi þar sem hefur verið staldrað mikið við sök einstaklinga. „Ég reyni að setja þetta í þetta pólitíska og efnahagslega umhverfi eða umgjörð sem að einhverju leyti gerði það að verkum að það varð til svona eða stemning þar sem að menn fóru kannski fram úr sjálfum sér og réttlættu þetta með ákveðnum hætti.“ Það sé klárt mál að það hafi verið mikil reiði í íslensku samfélagi sem hugsanlega hafi náð alla leið inn í réttarsal. „Menn vildu einhvern vegin draga einhvern til ábyrgðar fyrir hrunið. Það var jú refsigleði og mikil reiði í garð bankamanna.“ Ákveðnir einstaklingar hafi farið frá því að vera hetjur í það að vera skúrkar.Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan:
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira