Bandaríkin að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu Sylvía Hall skrifar 1. júlí 2018 12:02 Rósa Björk Brynjólfsdóttir Fréttablaðið/Stefán Íslensk stjórnvöld mega ekki vera meðvirk bandarískum stjórnvöldum á meðan framganga þeirra á alþjóðasviðinu er með þessum hætti. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal gesta í Sprengisandi í dag ásamt þeim Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar og Áslaugu Örnu, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Rósa tók undir þau orð Loga að Ísland ætti að reyna eftir bestu getu að hafa jákvæð áhrif í alþjóðamálum og sagði það vera ljóst að Bandaríkin væru að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu. Hún sagði samskipti Trump við einræðisherra vera varhugaverð og pólitík hans snerist að mestu leyti um að loka Bandaríkjunum frekar en að opna þau. „Það er bara eitt og hálft ár síðan Trump komst til valda og á þeim tíma hefur verið boðuð af hálfu Bandaríkjanna mjög mikil pólitík sem snýst um lokun og að loka heldur en að opna og vinna saman. Þeir eru að snúa af þessari leið sem hefur verið einkennandi fyrir Bandaríkin sem er þessi alþjóðlega samvinna.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Samband Íslands og Bandaríkjanna á ekki að breytast eftir forsetum Áslaug Arna benti á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri byggt á mjög traustum grunni og ætti ekki að vera breytilegt milli forseta. Hún sagði þó vera mikilvægt að Bandaríkin væru þátttakendur í alþjóðlegum samningum og sagði ríkisstjórnina hafa verið skýra í sinni afstöðu gegn mannréttindabrotum þegar þau koma upp, líkt og við landamæri Bandaríkjanna í síðasta mánuði. „Auðvitað eru hagsmunir okkar miklir að eiga góð samskipti bæði í öryggis- og varnarmálum, norðurslóðarmálum, viðskiptum og öðru slíku“, sagði Áslaug og benti á að gildi þjóðanna tveggja varðandi mannréttindi og jafnrétti hafi verið svipuð í gegnum tíðina. „Það er þess vegna sem við stígum fast til jarðar og erum mjög skýr þegar eitthvað svona kemur upp á.“Hér að neðan má heyra viðtalið við þau í Sprengisandi í heild sinni: Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld mega ekki vera meðvirk bandarískum stjórnvöldum á meðan framganga þeirra á alþjóðasviðinu er með þessum hætti. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal gesta í Sprengisandi í dag ásamt þeim Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar og Áslaugu Örnu, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Rósa tók undir þau orð Loga að Ísland ætti að reyna eftir bestu getu að hafa jákvæð áhrif í alþjóðamálum og sagði það vera ljóst að Bandaríkin væru að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu. Hún sagði samskipti Trump við einræðisherra vera varhugaverð og pólitík hans snerist að mestu leyti um að loka Bandaríkjunum frekar en að opna þau. „Það er bara eitt og hálft ár síðan Trump komst til valda og á þeim tíma hefur verið boðuð af hálfu Bandaríkjanna mjög mikil pólitík sem snýst um lokun og að loka heldur en að opna og vinna saman. Þeir eru að snúa af þessari leið sem hefur verið einkennandi fyrir Bandaríkin sem er þessi alþjóðlega samvinna.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Samband Íslands og Bandaríkjanna á ekki að breytast eftir forsetum Áslaug Arna benti á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri byggt á mjög traustum grunni og ætti ekki að vera breytilegt milli forseta. Hún sagði þó vera mikilvægt að Bandaríkin væru þátttakendur í alþjóðlegum samningum og sagði ríkisstjórnina hafa verið skýra í sinni afstöðu gegn mannréttindabrotum þegar þau koma upp, líkt og við landamæri Bandaríkjanna í síðasta mánuði. „Auðvitað eru hagsmunir okkar miklir að eiga góð samskipti bæði í öryggis- og varnarmálum, norðurslóðarmálum, viðskiptum og öðru slíku“, sagði Áslaug og benti á að gildi þjóðanna tveggja varðandi mannréttindi og jafnrétti hafi verið svipuð í gegnum tíðina. „Það er þess vegna sem við stígum fast til jarðar og erum mjög skýr þegar eitthvað svona kemur upp á.“Hér að neðan má heyra viðtalið við þau í Sprengisandi í heild sinni:
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira