Innlent

Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki

Bergþór Másson skrifar
Fjallabak nyrðra.
Fjallabak nyrðra. Vísir / Vilhelm
Talsvert hefur borið á því að ekið er inn á svæði í friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann vegna verndunar náttúru og innviða á meðan snjóa leysir og frost er að fara úr jörðu. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar.

Afleiðingar þess að ekið er inn á þessi svæði eru oft óafturkræfar skemmdir á náttúru eða að lagfæringar verða mjög kostnaðarsamar og tímafrekar.

Að aka inn á svæði þar sem akstursbann er í gildi er brot á lögum og varðar sektum.

Umhverfisstofnun segir ólöglegan utanvegaakstur vera stórt vandamál á hálendi Íslands og hefur verið lagt kapp á að sporna gegn því með aukinni landvörslu og fræðslu.


Tengdar fréttir

Umhverfisspjöll í Mývatnssveit

Spellvirki hafa verið unnin í Grjótagjá og Hverfjalli í Mývatnssveit og rannsakar lögreglan á Húsavík málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×