Fótbolti

Ronaldo: Gagnrýnin á Neymar algjört bull

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo þekkir það að vinna þessa styttu
Ronaldo þekkir það að vinna þessa styttu Vísir/Getty
Fyrrum stórstjarna Brasilíu segir núverandi stjörnu liðsins fá ósanngjarna gagnrýni. Hinn 26 ára Neymar hefur verið mikið í umræðunni eftir leik Brasilíu og Mexíkó í 16-liða úrslitunum á HM.

Hinn brasilíski Ronaldo, sem er annar markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi, hefur komið landa sínum til varnar.

„Það eru margar leiðir til þess að túlka fótbolta. Ég er á móti öllum þessum skoðunum um að Neymar sé með leikaraskap. Hann er gáfaður leikmaður, hreyfir sig vel og kann að verjast tæklingum,“ sagði Ronaldo sem vann HM árin 1994 og 2002 með Brasilíu.

„Mér finnst hann ekki fá nóga vernd frá dómurum. Þessi gagnrýni er algjört bull. Sjónvarpsþættir og dagblöð þurfa bara uppfyllingarefni.“

Eftir sigur Brasilíu á Mexíkó mæta Brassarnir Belgum í 8-liða úrslitum á morgun.


Tengdar fréttir

Neymar: Tilraun til þess að grafa undan mér

Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×