Fótbolti

Sumarmessan: „Neymar bæði svindlari og snillingur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benedikt Valsson, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson fóru yfir leiki dagsins á HM í gær í Sumarmessunni.

Liðurinn Dynamo þras var að sjálfsögðu á sínum stað og fyrst var þrasað um hver fær Ballon d’Or 2018, eða besti leikmaður heims.

„Messi er úr leik, Ronaldo er úr leik en Neymar er enn inni. Neymar gerði ekkert með PSG eftir áramót. Ég ætla að segja Ronaldo útaf Meistaradeildinni,” sagði Hjörvar.

„Auðvitað á Ronaldo að vinna þetta. Hann vann Meistaradeildina. Það er ekkert flóknara en það. Víst Messi vinnur ekki þá er þetta Ronaldo.”

Næst var þrasað um hvort að Neymar væri snillingur eða svindlari og Gunnleifur sagði að hann væri bæði.

„Hann er bæði. Hann er að leika að hann sé meiddur. Hann er frábær leikari. Hann gerir allt til þess að vinna og þetta er hundleiðinlegt,” sagði Gunnleifur.

Hjörvar sagði að hann væri enn ungur og ætti möguleika á að fara á tvö HM í viðbót. Hann væri ekki í sama flýti og Ronaldo og Messi.

Þriðja og síðasta þrasið var um hvort að Belgarnir myndu fara alla leið í mótinu en allt innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×