Erlent

Ákærður fyrir spillingu í starfi

SAR skrifar
Najib Razak.
Najib Razak. Vísir/Getty
Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, hefur verið kærður fyrir spillingu í embætti. Razak er ákærður fyrir að hafa dregið sér um 700 milljónir dollara, jafngildi um 75 milljarða króna, úr opinberum sjóði sem hann kom sjálfur á laggirnar. Þetta kemur fram í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Lögreglan hefur þegar lagt hald á eignir og reiðufé upp á 273 milljónir dollara. Rannsókn hófst á opinbera þróunarsjóðnum 1MDB í maí eftir óvæntan kosningaósigur Razaks. Hann hefur lýst sig saklausan af fjórum ákæruliðum og segir að eignir sem hafi verið gerðar upptækar séu lögmætar eignir hans.




Tengdar fréttir

Tóku sekki af seðlum

Maðurinn sem stýrir rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu er snúinn aftur eftir að hann flúði land vegna hótana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×