Innlent

Lekandatilfellum fer hratt fjölgandi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Lekandi er sýking sem orsakast af bakteríu.
Lekandi er sýking sem orsakast af bakteríu.
Á fyrstu fimm mánuðum ársins greindust 55 einstaklingar með lekanda. Á sama tímabili árið 2017 voru tilfellin í kringum 30 talsins.

Tilfelli árið 2018 taka nær eingöngu til karla, en 51 karlmaður greindist með lekanda á móti 4 konum. Lekandafaraldurinn er einkennandi fyrir karlmenn sem hafa mök við karlmenn.

Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni er faraldurinn fyrst og fremst innlendur. 34 eða 62 prósent þeirra sem greindust voru íslenskir ríkisborgarar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×