Talsverð aukning á sýklalyfjaónæmi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 22. maí 2018 05:00 Vel er fylgst með sýklalyfjaónæmi en vandamál geta skapast á spítölum ef slíkt ónæmi nær að breiðast út að sögn Haraldar Briem. Vísir/Getty Talsverð aukning var í greiningum á bakteríum sem valda sýklalyfjaónæmi á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri farsóttarskýrslu sem gefin er út af Embætti landlæknis. Í skýrslunni segir enn fremur að erlendis sé slíkt ónæmi vaxandi vandamál. Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir, segir aukninguna ákveðið áhyggjuefni. „Þetta getur valdið því að færri meðferðarúrræði verði í boði,“ segir Haraldur um hvaða afleiðingar slíkt ónæmi getur haft. „Þetta eru sýklar sem hafa þá eiginleika að geta myndað efni sem skemma ákveðin sýklalyf,“ segir hann enn fremur um bakteríurnar. Helstu ástæðuna fyrir aukningunni telur Haraldur vera ofnotkun á sýklalyfjum, hún ýti undir að bakteríurnar taki upp á því að búa sér til varnir. „Það er mikilvægt að sýklalyf séu rétt notuð og ekki notuð of mikið,“ bætir hann við. „Svo er kannski stóra málið þessi aukning á kynsjúkdómum, lekanda og sárasótt,“ bendir hann á. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi 100 greinst með lekanda og hefur þeim fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum. Alls greindust 39 einstaklingar með sárasótt á síðasta ári. Í skýrslunni segir að sárasótt skeri sig úr hvað varðar fjölgun tilfella í fyrra og er fjöldinn langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Haraldur segir einnig að sér hafi fundist fjöldi matarsýkinga á síðasta ári óvenjulegur. Að þessum sýkingum er vikið í inngangi skýrslunnar en þar er sagt að árið 2017 hafi einkennst af fæðubornum hópsýkingum, meðal annars af völdum nóróveira, salmonellu og listeríu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Talsverð aukning var í greiningum á bakteríum sem valda sýklalyfjaónæmi á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri farsóttarskýrslu sem gefin er út af Embætti landlæknis. Í skýrslunni segir enn fremur að erlendis sé slíkt ónæmi vaxandi vandamál. Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir, segir aukninguna ákveðið áhyggjuefni. „Þetta getur valdið því að færri meðferðarúrræði verði í boði,“ segir Haraldur um hvaða afleiðingar slíkt ónæmi getur haft. „Þetta eru sýklar sem hafa þá eiginleika að geta myndað efni sem skemma ákveðin sýklalyf,“ segir hann enn fremur um bakteríurnar. Helstu ástæðuna fyrir aukningunni telur Haraldur vera ofnotkun á sýklalyfjum, hún ýti undir að bakteríurnar taki upp á því að búa sér til varnir. „Það er mikilvægt að sýklalyf séu rétt notuð og ekki notuð of mikið,“ bætir hann við. „Svo er kannski stóra málið þessi aukning á kynsjúkdómum, lekanda og sárasótt,“ bendir hann á. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi 100 greinst með lekanda og hefur þeim fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum. Alls greindust 39 einstaklingar með sárasótt á síðasta ári. Í skýrslunni segir að sárasótt skeri sig úr hvað varðar fjölgun tilfella í fyrra og er fjöldinn langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Haraldur segir einnig að sér hafi fundist fjöldi matarsýkinga á síðasta ári óvenjulegur. Að þessum sýkingum er vikið í inngangi skýrslunnar en þar er sagt að árið 2017 hafi einkennst af fæðubornum hópsýkingum, meðal annars af völdum nóróveira, salmonellu og listeríu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira