Innlent

Kominn á leið yfir Ermarsundið

Bergþór Másson skrifar
Jón Kristinn þegar hann lagði af stað í morgun.
Jón Kristinn þegar hann lagði af stað í morgun. Jóhannes Jónsson

Sjósundskappinn Jón Kristinn Þórsson lagði af stað yfir Ermarsundið frá Shakespeare strönd í Dover, Englandi í morgun. Hann lagði af stað klukkan 5:28 að staðartíma (4:28 að íslenskum tíma).

Jón Kristinn er vanur sjósundi en hann hefur meðal annars synt Drangeyjarsund og frá Vestmannaeyjum til Landeyjarsands.

Ermarsundið í beinni sjólínu er 34 kílómetrar, en vegna strauma eru vanalega um það bil 50-60 kílómetrar syntir.

Með Jóni í för eru Ermarsundsfararnir Benedikt Hjartarson og Sigrún Þ. Geirsdóttir. Einnig eru þeir Jóhanness Jónsson og Arnar Þór Egilsson honum til aðstoðar.

Þegar Vísir heyrði í Jóhannesi um klukkan níu í morgun var Jón búinn að synda 17 kílómetra.

Vanalega hafa sundkappar verið að synda Ermarsundið á um það bil 14-18 klukkustundum. 

Erfitt er að áætla hvenær Jón mun koma í mark vegna strauma og fleiri þátta sem eiga eftir að koma í ljós.

Jón Kristinn ræddi við Bítið í vikunni, hér má hlusta á það.

Jón Kristinn (í miðjunni) ásamt Benedikt og Sigrúnu Jóhannes Jónsson

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.