Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Sveinn Arnarsson skrifar 7. júlí 2018 10:12 Heyfengur er víðast hvar með besta móti, sér í lagi norðanlands, og bætist við góða uppskeru í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey sem þeir gætu átt til suðurhluta Noregs þar sem miklir þurrkar hafa verið og heyfengur rýr. Fjölmargir bændur hafa haft samband við Ráðgjafarstöðina og sagst opnir fyrir því að selja hey. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir bændur á Norður- og Norðausturlandi eiga mikið til af fyrningum síðasta árs og líkur séu á afar góðri heyuppskeru á þessu ári. Á móti kemur að markaður er fyrir hey erlendis og þá helst í suðurhluta Noregs. „Við vildum vekja athygli bænda á þessu þar sem eftirspurn er eftir heyi þar. Því gætu bændur nýtt stöðuna og selt hey,“ segir Guðfinna Harpa. „Þetta er aðeins forkönnun núna en við eigum eftir að fara í gegnum matvælastofnanir beggja þjóða til að fara áfram með málið. En ef allt yrði okkur hagfellt þá gætu bændur fengið eitthvað fyrir heyið.“ Spretta í fyrra var með besta móti þar sem margir bændur byrjuðu heyskap snemma og voru að heyja fram eftir öllu hausti. Margir bændur eiga því fyrningar frá því í fyrra auk þess sem sprettan í ár gæti orðið mun meiri en bændur þurfa fyrir sinn búskap. Því er mikilvægt fyrir þá að geta fengið upp í þann kostnað sem fylgir heyskap. Nú þegar hefur þó nokkur hópur sett sig í samband við RML. „Það er töluvert til af heyi og á listanum hjá okkur núna erum við með seljendur upp á nokkur þúsund heyrúllur. Hins vegar skiptir miklu máli að heyið sé af túnum sem falla að ákveðnum reglum, svo sem að það má ekki vera á beittum túnum og ekki á túnum sem borinn er skítur á,“ segir Guðfinna Harpa. „Einnig er mikilvægt að heyið sé ekki af svæðum þar sem greinst hefur garnaveiki síðasta áratuginn eða af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tuttugu ár. Það lokar auðvitað ákveðnum svæðum,“ bætir Guðfinna Harpa Árnadóttir við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey sem þeir gætu átt til suðurhluta Noregs þar sem miklir þurrkar hafa verið og heyfengur rýr. Fjölmargir bændur hafa haft samband við Ráðgjafarstöðina og sagst opnir fyrir því að selja hey. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir bændur á Norður- og Norðausturlandi eiga mikið til af fyrningum síðasta árs og líkur séu á afar góðri heyuppskeru á þessu ári. Á móti kemur að markaður er fyrir hey erlendis og þá helst í suðurhluta Noregs. „Við vildum vekja athygli bænda á þessu þar sem eftirspurn er eftir heyi þar. Því gætu bændur nýtt stöðuna og selt hey,“ segir Guðfinna Harpa. „Þetta er aðeins forkönnun núna en við eigum eftir að fara í gegnum matvælastofnanir beggja þjóða til að fara áfram með málið. En ef allt yrði okkur hagfellt þá gætu bændur fengið eitthvað fyrir heyið.“ Spretta í fyrra var með besta móti þar sem margir bændur byrjuðu heyskap snemma og voru að heyja fram eftir öllu hausti. Margir bændur eiga því fyrningar frá því í fyrra auk þess sem sprettan í ár gæti orðið mun meiri en bændur þurfa fyrir sinn búskap. Því er mikilvægt fyrir þá að geta fengið upp í þann kostnað sem fylgir heyskap. Nú þegar hefur þó nokkur hópur sett sig í samband við RML. „Það er töluvert til af heyi og á listanum hjá okkur núna erum við með seljendur upp á nokkur þúsund heyrúllur. Hins vegar skiptir miklu máli að heyið sé af túnum sem falla að ákveðnum reglum, svo sem að það má ekki vera á beittum túnum og ekki á túnum sem borinn er skítur á,“ segir Guðfinna Harpa. „Einnig er mikilvægt að heyið sé ekki af svæðum þar sem greinst hefur garnaveiki síðasta áratuginn eða af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tuttugu ár. Það lokar auðvitað ákveðnum svæðum,“ bætir Guðfinna Harpa Árnadóttir við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira