Vagnstjóri grunaður um ölvunarakstur: „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. júlí 2018 12:30 Vagnstjórinn var handtekinn á vettvangi. (Mynd úr safni) visir/ernir Strætisvagnstjóri er í haldi lögreglu grunaður um ölvun við akstur eftir að hafa ekið á tvær bifreiðar í Kópavogi í gær. Vagnstjórinn verður yfirheyrður eftir hádegi, en forsvarsmenn Strætó líta málið alvarlegum augum. Tilkynnt var um atvikið á sjötta tímanum í gær, en vagninum var ekið á miklum hraða á tvær bifreiðar í hringtorgi á gatnamótum Dalvegs og Smiðjuvegs í Kópavogi. Strætisvagninn var á svo mikilli ferð að hann hafnaði upp á umferðareyju eftir að hafa rekist á bílana tvo. Guðmundur Heiðar Helgason er markaðs- og upplýsingafulltrú Strætó.Strætó harmar atvikið „Miðað við hvað ölvunarakstur yfir höfuð er alvarlegt brot, og að við erum fyrirtæki sem er að keyra almenning á öllum aldri, þá er þetta ennþá alvarlegra í okkar tilviki. Þannig að þetta mál er náttúrulega grafalvarlegt og við hörmum það sem gerðist þarna í gær,“ segir Guðmundur Heiðar. Vagnstjórinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu þar sem hann er enn, en samkvæmt upplýsingum vakthafandi lögreglufulltrúa verður hann yfirheyrður eftir hádegi vegna gruns um ölvunarakstur.Guðmundur Heiðar, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó.Aðsend mynd„Við leyfum náttúrulega lögreglunni að klára fyrst sitt mál gagnvart bílstjóranum og sjáum hvað kemur út úr því, en ég get svosem fullyrt að ef þetta er rétt að hann hafi verið ölvaður þá á hann ekki afturkvæmt aftur til starfa hjá okkur,“ segir Guðmundur Heiðar. Fer sína leið innan trygginganna Guðmundur Heiðar hefur ekki upplýsingar um meiðsli farþega í vagninum sjálfum, en ökumaður og farþegar í annarri bifreiðinni sem vagninum var ekið á kvörtuðu hins vegar undan eymslum í hálsi og höfði. „Við hvetjum náttúrulega alla til að fara og fá viðeigandi áverkavottorð. Svo þarf málið bara að fara viðeigandi leið innan trygginganna, en við hvetjum alla til að gera það og hægt er að hafa samband við okkar þjónustuver ef vantar frekari upplýsingar.“ Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Strætisvagnstjóri er í haldi lögreglu grunaður um ölvun við akstur eftir að hafa ekið á tvær bifreiðar í Kópavogi í gær. Vagnstjórinn verður yfirheyrður eftir hádegi, en forsvarsmenn Strætó líta málið alvarlegum augum. Tilkynnt var um atvikið á sjötta tímanum í gær, en vagninum var ekið á miklum hraða á tvær bifreiðar í hringtorgi á gatnamótum Dalvegs og Smiðjuvegs í Kópavogi. Strætisvagninn var á svo mikilli ferð að hann hafnaði upp á umferðareyju eftir að hafa rekist á bílana tvo. Guðmundur Heiðar Helgason er markaðs- og upplýsingafulltrú Strætó.Strætó harmar atvikið „Miðað við hvað ölvunarakstur yfir höfuð er alvarlegt brot, og að við erum fyrirtæki sem er að keyra almenning á öllum aldri, þá er þetta ennþá alvarlegra í okkar tilviki. Þannig að þetta mál er náttúrulega grafalvarlegt og við hörmum það sem gerðist þarna í gær,“ segir Guðmundur Heiðar. Vagnstjórinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu þar sem hann er enn, en samkvæmt upplýsingum vakthafandi lögreglufulltrúa verður hann yfirheyrður eftir hádegi vegna gruns um ölvunarakstur.Guðmundur Heiðar, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó.Aðsend mynd„Við leyfum náttúrulega lögreglunni að klára fyrst sitt mál gagnvart bílstjóranum og sjáum hvað kemur út úr því, en ég get svosem fullyrt að ef þetta er rétt að hann hafi verið ölvaður þá á hann ekki afturkvæmt aftur til starfa hjá okkur,“ segir Guðmundur Heiðar. Fer sína leið innan trygginganna Guðmundur Heiðar hefur ekki upplýsingar um meiðsli farþega í vagninum sjálfum, en ökumaður og farþegar í annarri bifreiðinni sem vagninum var ekið á kvörtuðu hins vegar undan eymslum í hálsi og höfði. „Við hvetjum náttúrulega alla til að fara og fá viðeigandi áverkavottorð. Svo þarf málið bara að fara viðeigandi leið innan trygginganna, en við hvetjum alla til að gera það og hægt er að hafa samband við okkar þjónustuver ef vantar frekari upplýsingar.“
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira