Erlent

Hitamet slegin og skógareldar geisa

Bergþór Másson skrifar
Skógareldur í Hornbrook, Kaliforníu í gær.
Skógareldur í Hornbrook, Kaliforníu í gær. Vísir/AP
Þónokkur hitamet voru slegin út um allt Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum í gær. Þar á meðal var hitamet frá árinu 1992 slegið í miðborg Los Angeles. Í kjölfarið geisuðu skógareldar um suðurhluta Kaliforníu.

Síðastliðna daga hefur hitabylgja gengið yfir Kaliforníu og yfirvöld hvatt íbúa til þess að forðast útiveru og notfæra sér loftkælingu á almenningsstöðum.

Slökkviliðsmenn vinna hörðum höndum að því að slökkva skógarelda sem geisa á þónokkrum stöðum í suðurparti Kaliforníu.

Eins og Vísir hefur fjallað um áður hafa skógareldar verið vandamál í Kaliforníu í sumar.

Einn maður lést og 40 byggingar eru sagðar eyðilagðar vegna skógarelda á landamærum Kaliforníu og Oregon ríkis.

Að minnsta kosti 20 heimili brunnu til grunna í nágrenni Santa Barbara að völdum vindknúna skógarelda.

Hitinn fór upp í 42,2 gráður í miðborg Los Angeles borgar í gær og 47,2 gráður í Woodland Hills, sem er hverfi í Los Angeles.

Átta hitamet voru slegin á svæðum í nágrenni San Diego borgar, þar sem hitinn fór upp í 34 gráður og var hitamet frá árinu 1936 þar með slegið.

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×