Erlent

Fjöldauppsagnir á opinberum starfsmönnum í Tyrklandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Ríkisstjórn Erdogans forseta hefur sagt hreinsanir í röðum opinberra starfsmanna nauðsynlegar vegna þjóðaröryggis.
Ríkisstjórn Erdogans forseta hefur sagt hreinsanir í röðum opinberra starfsmanna nauðsynlegar vegna þjóðaröryggis. Vísir/EPA
Um átján þúsund opinberir starfsmenn, þar af um helmingur lögreglumenn, voru reknir í dag með opinberri tilskipun í Tyrklandi. Alls hafa um 160.000 opinberir starfsmenn verið leystir frá störfum frá valdaránstilraun árið 2016.

Recep Erdogan á að sverja embættiseið á morgun en hann hafði sigur í kosningum til valdameira embættis forseta í síðasta mánuði. Til stendur að fella neyðarlög sem verið hafa í gildi frá valdaránstilrauninni úr gildi í þessum mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Leiðtogar vestrænna ríkja hafa gagnrýnd uppsagnir opinberra starfsmanna í Tyrklandi. Ásakanir eru um að Erdogan forseti hafi notað valdaránstilraunina sem átyllu til þess að losa sig við andófsmenn.

Af þeim opinberu starfsmönnum sem sagt hefur verið upp síðustu tvö árin hafa um 50.000 verið ákærðir og haldið í fangelsi.


Tengdar fréttir

Lofar bót en andstaðan óttast einræði

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lofað auknum hagvexti, uppbyggingu og fjárfestingu í landinu í kjölfar sigurs síns í forsetakosningunum á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×