Fótbolti

Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum

Henry Birgir Gunnarsson í Rostov við Don skrifar
Heimir var léttur á fundinum í morgun.
Heimir var léttur á fundinum í morgun. vísir/getty
Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi.

Þeir spurðu blaðamann Vísis út í málið fyrr í dag og héldu svo áfram að spyrja á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Þeir bara komast ekki yfir þetta.

„Þetta er rútína hjá okkur og við völdum að æfa á þessum tíma. Við viljum halda takti í okkar dagskrá,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.

„Við vitum að þetta er heitasti tíminn en það eru ekki mikil líkamleg átök á þessum æfingum. Svo er líka mikilvægt fyrir okkur að æfa í hitanum og venjast honum. Þess vegna völdum við meðal annars að æfa í Gelendzhik sem er heitur staður.“

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×