„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 11:04 Það var létt yfir þeim Heimi Hallgrímssyni og Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundinum í Rostov í dag. Vísir/Vilhelm Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. Samningur Heimis nær fram yfir heimsmeistaramótið en hvað gerist svo er óvíst. Heimir sat fyrir svörum ásamt Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða á blaðamannafundi landsliðsins í Rostov í dag. „Hörður Snævar, hjá Bleikt og blátt,“ sagði einn af rúmlega tuttugu fjölmiðlamönnum sem fylgt hafa íslenska liðinu eftir hvert fótmál undanfarnar tvær vikur og tveimur dögum betur. Aron Einar var spurður út í hvernig honum gengi að ná sér eftir leikina, hvernig endurheimtin gengi. Aron Einar náði varla að koma upp orði því hann skellti endurtekið upp úr. Létt yfir mönnum og Heimir brosti líka. Fyrir þá sem ekki vita var Bleikt og blátt erótískt tímarit sem gefið var út árum saman á Íslandi. Þótti það umdeilt ekki síst í ritstjórn Séra Davíðs Þórs Jónssonar, prests í Laugarneskirkju. Rostov er vettvangurinn þar sem Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn.Vísir/Vilhelm Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem íslenskir fjölmiðlamenn hafa brugðið á leik á blaðamannafundum, íslenska þjálfaranum og leikmönnum til gamans. Líklega sýnist sitt hverjum um uppátækið. Blaðamenn hafa meðal annars kynnt sig sem fulltrúa Skinfaxa, Lögbirtingablaðsins en brandarann má mögulega rekja til kvikmyndarinnar Notting Hill, með Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. Þar kynnir bókasalinn Hugh Grant sig sem blaðamann Horse and Hound magazine þegar á þarf að halda. Heimir og Aron fóru um víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Ljóst er að þeir eru einbeittir fyrir leikinn á morgun. Segist Heimir vonast eftir góðum leik sem geri íslensku þjóðina stolta. Hvort leikurinn verði sá síðasti undir hans stjórn sé eitthvað sem hann sé ekki að pæla í. Þegar blaðamannafundinum lauk og Aron Einar og Heimir stóðu upp sagði Eyjapeyinn:„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“Salurinn hló, í það minnsta þeir sem tala íslensku.„Ef þú ferð úr að ofan,“ svaraði Hörður Snævar.Fyrirliðinn @ronnimall hló dátt að Bleikt og Blátt-sprellinu. pic.twitter.com/axFb3uFo54— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 25, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. Samningur Heimis nær fram yfir heimsmeistaramótið en hvað gerist svo er óvíst. Heimir sat fyrir svörum ásamt Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða á blaðamannafundi landsliðsins í Rostov í dag. „Hörður Snævar, hjá Bleikt og blátt,“ sagði einn af rúmlega tuttugu fjölmiðlamönnum sem fylgt hafa íslenska liðinu eftir hvert fótmál undanfarnar tvær vikur og tveimur dögum betur. Aron Einar var spurður út í hvernig honum gengi að ná sér eftir leikina, hvernig endurheimtin gengi. Aron Einar náði varla að koma upp orði því hann skellti endurtekið upp úr. Létt yfir mönnum og Heimir brosti líka. Fyrir þá sem ekki vita var Bleikt og blátt erótískt tímarit sem gefið var út árum saman á Íslandi. Þótti það umdeilt ekki síst í ritstjórn Séra Davíðs Þórs Jónssonar, prests í Laugarneskirkju. Rostov er vettvangurinn þar sem Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn.Vísir/Vilhelm Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem íslenskir fjölmiðlamenn hafa brugðið á leik á blaðamannafundum, íslenska þjálfaranum og leikmönnum til gamans. Líklega sýnist sitt hverjum um uppátækið. Blaðamenn hafa meðal annars kynnt sig sem fulltrúa Skinfaxa, Lögbirtingablaðsins en brandarann má mögulega rekja til kvikmyndarinnar Notting Hill, með Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. Þar kynnir bókasalinn Hugh Grant sig sem blaðamann Horse and Hound magazine þegar á þarf að halda. Heimir og Aron fóru um víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Ljóst er að þeir eru einbeittir fyrir leikinn á morgun. Segist Heimir vonast eftir góðum leik sem geri íslensku þjóðina stolta. Hvort leikurinn verði sá síðasti undir hans stjórn sé eitthvað sem hann sé ekki að pæla í. Þegar blaðamannafundinum lauk og Aron Einar og Heimir stóðu upp sagði Eyjapeyinn:„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“Salurinn hló, í það minnsta þeir sem tala íslensku.„Ef þú ferð úr að ofan,“ svaraði Hörður Snævar.Fyrirliðinn @ronnimall hló dátt að Bleikt og Blátt-sprellinu. pic.twitter.com/axFb3uFo54— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 25, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira