Rússi fékk miða og landsliðstreyju að gjöf frá íslenskum vinum Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 09:15 Dmitry, lengst til hægri, ásamt íslensku vinum sínum Atla Birni, Ásdísi Jónu og Birni Víkingi. Karlalandslið Íslands mætir Króatíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rostov í kvöld. Á vellinum verður rússneskur heimamaður sem fór á Nígeríuleikinn þökk sé íslenskum stuðningsmönnum sem gáfu honum miða og landsliðstreyju. Hann ætlar að öskra úr sér lungun til að tryggja íslenskan sigur. Dmitry Shueyko selur BMW mini bíla í stærstu borgum Rússlands. Hann sá íslenska liðið sigra England á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og tók ástfóstri við strákana okkar. Óvæntur miði „Íslenska liðið er frábært dæmi um hvernig á að spila með heiður og hugrekki að vopni, og hvernig á að vinna leiki án fagmennsku eins og Þjóðverjarnir hafa eða hæfileikanna sem Brasilía hefur,“ segir Dmitry. Dmitry er uppalinn hér í Rostov en býr í Moskvu. Hann átti miða á leikinn gegn Króatíu og vinur hans hjá McDonald’s, einum styrktaraðila keppninnar, útvegaði honum eftirsótta miða á leikinn gegn Argentínu. Ekki stóð til að fara á leik númer tvö, gegn Nígeríu í Volgograd, fyrr en hann hitti þrjá Íslendinga fyrir tilviljun í Moskvu. „Við áttum yndislega stund saman yfir kvöldverði og svo gáfu þau mér miða á Nígeríuleikinn, sem þau höfðu fengið að gjöf frá Mexíkóum,“ segir Dmitry. Gjöfin hafi komið honum í opna skjöldu Það verða læti Auðvitað stökk Dmitry á tilboðið, ók 1000 kílómetra til Volgograd, hitti íslensku vini sína aftur sem gáfu honum íslenska landsliðstreyju sem hann fer helst ekki úr. Og nú er Dmitry mættur til Rostov við Don og er vægast sagt bjartsýnn á íslenskan sigur. „Ég er handviss. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja íslenskan sigur,“ segir Dmitry sem ætlar að öskra, klappa og láta öllum illum látum. Öll hans orka muni fara í að skila þremur stigum.Rætt var við Dmitry í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Karlalandslið Íslands mætir Króatíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rostov í kvöld. Á vellinum verður rússneskur heimamaður sem fór á Nígeríuleikinn þökk sé íslenskum stuðningsmönnum sem gáfu honum miða og landsliðstreyju. Hann ætlar að öskra úr sér lungun til að tryggja íslenskan sigur. Dmitry Shueyko selur BMW mini bíla í stærstu borgum Rússlands. Hann sá íslenska liðið sigra England á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og tók ástfóstri við strákana okkar. Óvæntur miði „Íslenska liðið er frábært dæmi um hvernig á að spila með heiður og hugrekki að vopni, og hvernig á að vinna leiki án fagmennsku eins og Þjóðverjarnir hafa eða hæfileikanna sem Brasilía hefur,“ segir Dmitry. Dmitry er uppalinn hér í Rostov en býr í Moskvu. Hann átti miða á leikinn gegn Króatíu og vinur hans hjá McDonald’s, einum styrktaraðila keppninnar, útvegaði honum eftirsótta miða á leikinn gegn Argentínu. Ekki stóð til að fara á leik númer tvö, gegn Nígeríu í Volgograd, fyrr en hann hitti þrjá Íslendinga fyrir tilviljun í Moskvu. „Við áttum yndislega stund saman yfir kvöldverði og svo gáfu þau mér miða á Nígeríuleikinn, sem þau höfðu fengið að gjöf frá Mexíkóum,“ segir Dmitry. Gjöfin hafi komið honum í opna skjöldu Það verða læti Auðvitað stökk Dmitry á tilboðið, ók 1000 kílómetra til Volgograd, hitti íslensku vini sína aftur sem gáfu honum íslenska landsliðstreyju sem hann fer helst ekki úr. Og nú er Dmitry mættur til Rostov við Don og er vægast sagt bjartsýnn á íslenskan sigur. „Ég er handviss. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja íslenskan sigur,“ segir Dmitry sem ætlar að öskra, klappa og láta öllum illum látum. Öll hans orka muni fara í að skila þremur stigum.Rætt var við Dmitry í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira