Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2018 10:30 Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. Þá styttist í að byggja þurfi önnur göng undir Hvalfjörð vegna aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda. Þúsundir bíla fara um Hvalfjarðargöngin á hverjum degi. En það var árið 1991 sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi samgönguráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjármálaráðherra skrifuðu undir fyrsta samninginn við Spöl um byggingu Hvalfjarðarganga. Á vígsludeginum árið 1998 var það síðan Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sem ók fyrstur manna í gegnum göngin. Eftir tæpa þrjá mánuði verður þetta mikla mannvirki afhent ríkissjóði til eignar. En eftir að göngin verða full greidd og afhent ríkinu í september verða þau gjaldfrjáls. Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar segir göngin hafa haft mikil áhrif á tuttugu árum meðal annars fyrir Akranes þaðan sem fjöldi fólks sæki vinnu eða nám utan bæjarins. „Snæfellsnesið kom sterkt inn sem ferðaþjónustustaður. Miklu sterkari en hafði verið. Starfsemin á Grundartanga hefur vaxið og í rauninni hefur þetta búið til sameiginlegt atvinnusvæði við höfuðborgarsvæðið.“ Nú er mikið rætt um einkaframkvæmd á stórum og aðkallandi verkefnum í vegakerfinu og segir Gísli hugmyndafræði Hvalfjarðarganga geta nýst þar sem fyrirmynd. „Ef menn ætla að nýta svona verkefni þarf markmiðið að vera skýrt. Ávinningurinn augljós og tíminn afmarkaður. Ég held að Hvalfjarðargöngin standi undir því. En vafalaust önnur verkefni líka sem menn gætu horft til í þessu efni.“ Þá sé líka lykilatriði að ríkið eignist mannvirkin að lokum. Og ekki skortir verkefnin að mati Gísla sem nefnir Sundabraut, brú yfir Ölfusá sem dæmi.Hér erum við við Kjalarnesveg sem mikið er talað um og liggur að gangamunanum? „Já, hér er vegur í ruslflokki sem bíður verulegra endurbóta. Það eru víða verkefni sem fara verður í hjá ríkinu,“ segir Gísli. Þá hafi verið augljóst lengi að nausynlegt verði að leggja ný göng undir Hvalfjörð. Nú fari um sjö þúsund bílar á dag að meðaltali um Hvalfjarðargöng og fleiri á annamestu dögunum en öryggismörkin liggi við átta þúsund bíla. „Og það er lykilatriði núna þegar við afhendum göngin að ríkið tryggi að öryggi vegfarenda verði eins og best verði á kosið. Þannig að ný göng eru eina lausnin í því samhengi,“ segir Gísli Gíslason. Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. Þá styttist í að byggja þurfi önnur göng undir Hvalfjörð vegna aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda. Þúsundir bíla fara um Hvalfjarðargöngin á hverjum degi. En það var árið 1991 sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi samgönguráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjármálaráðherra skrifuðu undir fyrsta samninginn við Spöl um byggingu Hvalfjarðarganga. Á vígsludeginum árið 1998 var það síðan Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sem ók fyrstur manna í gegnum göngin. Eftir tæpa þrjá mánuði verður þetta mikla mannvirki afhent ríkissjóði til eignar. En eftir að göngin verða full greidd og afhent ríkinu í september verða þau gjaldfrjáls. Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar segir göngin hafa haft mikil áhrif á tuttugu árum meðal annars fyrir Akranes þaðan sem fjöldi fólks sæki vinnu eða nám utan bæjarins. „Snæfellsnesið kom sterkt inn sem ferðaþjónustustaður. Miklu sterkari en hafði verið. Starfsemin á Grundartanga hefur vaxið og í rauninni hefur þetta búið til sameiginlegt atvinnusvæði við höfuðborgarsvæðið.“ Nú er mikið rætt um einkaframkvæmd á stórum og aðkallandi verkefnum í vegakerfinu og segir Gísli hugmyndafræði Hvalfjarðarganga geta nýst þar sem fyrirmynd. „Ef menn ætla að nýta svona verkefni þarf markmiðið að vera skýrt. Ávinningurinn augljós og tíminn afmarkaður. Ég held að Hvalfjarðargöngin standi undir því. En vafalaust önnur verkefni líka sem menn gætu horft til í þessu efni.“ Þá sé líka lykilatriði að ríkið eignist mannvirkin að lokum. Og ekki skortir verkefnin að mati Gísla sem nefnir Sundabraut, brú yfir Ölfusá sem dæmi.Hér erum við við Kjalarnesveg sem mikið er talað um og liggur að gangamunanum? „Já, hér er vegur í ruslflokki sem bíður verulegra endurbóta. Það eru víða verkefni sem fara verður í hjá ríkinu,“ segir Gísli. Þá hafi verið augljóst lengi að nausynlegt verði að leggja ný göng undir Hvalfjörð. Nú fari um sjö þúsund bílar á dag að meðaltali um Hvalfjarðargöng og fleiri á annamestu dögunum en öryggismörkin liggi við átta þúsund bíla. „Og það er lykilatriði núna þegar við afhendum göngin að ríkið tryggi að öryggi vegfarenda verði eins og best verði á kosið. Þannig að ný göng eru eina lausnin í því samhengi,“ segir Gísli Gíslason.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira