Fótbolti

Enskur Hvergerðingur elskar Ísland: „Íslendingar eru besta fólk í heimi“

Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar
Enski Hvergerðingurinn elskar Ísland.
Enski Hvergerðingurinn elskar Ísland. vísir
Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður, var í beinni útsendingu á Fan Zone í Rostov við Don í dag þar sem íslenskir stuðningsmenn hituðu upp fyrir stórleikinn við Króatíu í kvöld.

Arnar rambaði á einn Íslending, að hann hélt, og bauð góðan daginn. Þá kom í ljós að maðurinn var af erlendu bergi brotinn og búsettur á Englandi.

Maðurinn var í íslenska landsliðsbúningnum með íslenska fánann vafinn um sig þannig Arnar spurði eðlilega hvað væri að frétta. Þá kom í ljós að um fyrrverandi Hvergerðing væri að ræða.

„Ég kom frá Englandi til þess að styðja Ísland,“ sagði maðurinn, en af hverju?

„Íslendingar eru besta fólk í heimi. Ég bjó í Hveragerði og á Íslandi er besta fólkið. Svo held ég líka með Íslandi út af Gylfa Sigurðssyni sem spilar með Everton. Ég er Everton-maður.“

Alla útsendinguna frá Rostov má sjá í spilaranum hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×