Fótbolti

Strákarnir hituðu upp með því að horfa á stórmynd Baltasars

Henry Birgir Gunnarsson í Rostov við Don skrifar
Strákarnir á æfingu í gær.
Strákarnir á æfingu í gær. vísir/vilhelm
Það er ýmislegt gert til þess að drepa tímann hjá strákunum okkar í Rússlandi og í gær var ákveðið að fara í bíó.

Strákarnir fóru í lítinn bíósal í Rostov við Don þar sem þeir sáu nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift.

Eftir því sem næst verður komist þá höfðu strákarnir gaman að myndinni sem hefur verið að fá flotta dóma.

Svo er löng bið hjá þeim eftir leiknum í dag þar sem ekki er spilað gegn Króatíu fyrr en klukkan 21.00 að staðartíma.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Sumarmessan: Louis van Gaal eða David Moyes arftakar Heimis

Hjörvar Hafliðason sagði í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að hann vildi sjá Louis van Gaal eða David Moyes taka við þjálfun íslenska fótboltalandsliðsins þegar Heimir Hallgrímsson lætur af störfum

Heimir: Verra fyrir okkur að Króatía hvíli leikmenn

Á meðan önnur lið riðilsins kvarta yfir því að Króatía ætli að hvíla einhverja leikmenn á morgun þá bendir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á að það geti hreinlega verið verra fyrir Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×