Fótbolti

Vertu til er vorið kallar á þig var sungið við Don

Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar
Sungið dátt.
Sungið dátt. Vísir/Vilhelm
Stuðningsmenn Íslands komu saman með Tólfunni í Rostov við Don í dag til að hita upp fyrir úrslitastundina á Rostov Arena í kvöld. Þá mæta okkar menn Króötum í lokaleik sínum í D-riðli en ekkert nema sigur dugar Íslendingum auk þess sem úrslit í leik Argentínu og Nígeríu þurfa að vera hagstæð.

Það er 34 stiga hiti í Rostov, sannkölluð bongóblíða og reiknað með á annað þúsund Íslendingum á völlinn. Þeir ætla að hita vel upp á stuðningsmannasvæðinu hér ytra.

Arnar Björnsson og Björn Guðgeir Sigurðsson tóku púlsinn á stuðningsmönnum en Tólfan tók yfir sviðið á Fan Zone og leiddi alla í fjöldasöng þar sem Vertu til er vorið kallar á þig var sungið. Það er rússneskt þjóðlag.

Afraksturinn úr beinu útsendingunni má sjá hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×