Fótbolti

Fyrrverandi leikmaður Tottenham látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Goran Bunjevčević spilaði 51 leik í treyju Tottenham.
Goran Bunjevčević spilaði 51 leik í treyju Tottenham. Tottenham Hotspur
Serbinn Goran Bunjevčević, fyrrverandi leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur, er látinn, 45 ára að aldri.

Bunjevčević gekk til liðs við Tottenham frá Rauðu stjörnunni í Belgrad árið 2003 og var honum ætlað að fylla skarð Sol Campbell sem hafði þá gengið í raið erkifjendanna í Arsenal.

Bunjevčević fékk heilablóðfall í apríl síðastliðinn og hafði verið í dái síðan. Hann andaðist svo í dag.

Serbinn Aleksandar Kolarov tileinkaði Bunjevčević aukaspyrnumarkið sem hann skoraði í fyrsta leik serbneska landsliðsins á HM, gegn Kosta Ríka um miðjan mánuðinn.

Greint var frá andláti Goran Bunjevčević á heimasíðu Rauðu stjörnunnar fyrr í kvöld. Tottenham Hotspur minnist Bunjevčević á Twitter-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×