Karlmenn óska síður eftir upplýsingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júní 2018 20:00 Karlmenn eru í miklum minnihluta þeirra sem hafa óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið svokallaða sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Kona sem greindist með stökkbreytinguna í miðri krabbameinsmeðferð segist hafa viljað vita um það fyrr en faðir hennar og bróðir reyndust einnig með genið. Guðrún Snæbjört leitaði til læknis í janúar í fyrra eftir að hafa fundið hnút í brjósti. Hún reyndist með tvö illkynja æxli í öðru brjósti og fór í erfðapróf sem sýndi stökkbreytingu í BRCA2 geninu, eða brakkagenið svokallaða, sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Niðurstaðan kom henni á óvart þar sem hún er ekki af þekktri krabbameinsætt. „Í rauninni fékk ég samt kannski ekki sjokk við það, af því ég var svo upptekin af því að vera með illkynja krabbamein. En mér fannst erfiðast að ganga í gegnum það að hugsa um börnin mín og hvort þetta muni erfast til þeirra," segir Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir. Vegna þessa var ákveðið að taka bæði brjóstin þrátt fyrir að krabbameinið væri einungis í öðru þeirra og þurfti hún að fara bæði í lyfja- og geislameðferð. Í kjölfarið fóru fjölskyldumeðlimir í próf og reyndust pabbi hennar og bróðir báðir með stökkbreytinguna. Hún segist hafa viljað vita þetta fyrr. „Það er ekki spurning um að ég hefði farið í fyrirbyggjandi aðgerð og hefði gjarnan viljað losna við þetta ferli sem hefur tekið núna sautján mánuði," segir Guðrún.Vefurinn arfgerð.is var settur í loftið í maí.Vísir/Vilhelm„Allt of fáir að spá í þessu" Rúmlega 28 þúsund Íslendingar hafa nú skráð sig á vefgáttina arfgerð.is og óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið. Búið er að svara um 27 þúsund beiðnum og af þeim voru 168 með erfðabreytinguna en 9.500 þurfa að gefa nýtt sýni. Vitað er um 800 arfbera í gögnum Decode en þar er að finna dulkóðaðar erfðaupplýsingar um helming þjóðarinnar og má því telja að arfberar séu í raun um 1.600 talsins Af þeim sem hafa skráð sig eru karlar í miklum minnihluta eða einungis 25 prósent. Brakkageninu fylgir umtalsverð krabbameinsáhætta fyrir karla og eru þeir með genið rúmlega þreflast líklegri en aðrir til að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein auk þess að vera arfberar. Þóroddur, faðir Guðrúnar, telur að karlar þurfi að sinna betur reglulegu eftirliti og segir skorta umræðu meðal þeirra en sjálfur mun hann fara í árlega skoðun eftir að hafa greinst með stökkbreytinguna. „Það eru allt of fáir að spá í þessu og þetta virðist koma öllum á óvart þegar þeir fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Allt of fáum dettur í hug að láta skoða sig." Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Karlmenn eru í miklum minnihluta þeirra sem hafa óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið svokallaða sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Kona sem greindist með stökkbreytinguna í miðri krabbameinsmeðferð segist hafa viljað vita um það fyrr en faðir hennar og bróðir reyndust einnig með genið. Guðrún Snæbjört leitaði til læknis í janúar í fyrra eftir að hafa fundið hnút í brjósti. Hún reyndist með tvö illkynja æxli í öðru brjósti og fór í erfðapróf sem sýndi stökkbreytingu í BRCA2 geninu, eða brakkagenið svokallaða, sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Niðurstaðan kom henni á óvart þar sem hún er ekki af þekktri krabbameinsætt. „Í rauninni fékk ég samt kannski ekki sjokk við það, af því ég var svo upptekin af því að vera með illkynja krabbamein. En mér fannst erfiðast að ganga í gegnum það að hugsa um börnin mín og hvort þetta muni erfast til þeirra," segir Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir. Vegna þessa var ákveðið að taka bæði brjóstin þrátt fyrir að krabbameinið væri einungis í öðru þeirra og þurfti hún að fara bæði í lyfja- og geislameðferð. Í kjölfarið fóru fjölskyldumeðlimir í próf og reyndust pabbi hennar og bróðir báðir með stökkbreytinguna. Hún segist hafa viljað vita þetta fyrr. „Það er ekki spurning um að ég hefði farið í fyrirbyggjandi aðgerð og hefði gjarnan viljað losna við þetta ferli sem hefur tekið núna sautján mánuði," segir Guðrún.Vefurinn arfgerð.is var settur í loftið í maí.Vísir/Vilhelm„Allt of fáir að spá í þessu" Rúmlega 28 þúsund Íslendingar hafa nú skráð sig á vefgáttina arfgerð.is og óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið. Búið er að svara um 27 þúsund beiðnum og af þeim voru 168 með erfðabreytinguna en 9.500 þurfa að gefa nýtt sýni. Vitað er um 800 arfbera í gögnum Decode en þar er að finna dulkóðaðar erfðaupplýsingar um helming þjóðarinnar og má því telja að arfberar séu í raun um 1.600 talsins Af þeim sem hafa skráð sig eru karlar í miklum minnihluta eða einungis 25 prósent. Brakkageninu fylgir umtalsverð krabbameinsáhætta fyrir karla og eru þeir með genið rúmlega þreflast líklegri en aðrir til að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein auk þess að vera arfberar. Þóroddur, faðir Guðrúnar, telur að karlar þurfi að sinna betur reglulegu eftirliti og segir skorta umræðu meðal þeirra en sjálfur mun hann fara í árlega skoðun eftir að hafa greinst með stökkbreytinguna. „Það eru allt of fáir að spá í þessu og þetta virðist koma öllum á óvart þegar þeir fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Allt of fáum dettur í hug að láta skoða sig."
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira