Erlent

Harry og Meghan fara á flakk

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Harry og Meghan gengu að eiga hvort annað í lok maí.
Harry og Meghan gengu að eiga hvort annað í lok maí. Vísir/Getty
Hertogahjónin af Sussex munu fara í opinberar heimsóknir til Ástralíu, Fíjíeyja, Tonga og Nýja-Sjálands í haust.

Um verður að ræða fyrstu opinberu heimsóknir þeirra Harry Bretaprins og Meghan Markle síðan þau giftu sig í lok maí.

Þau munu þannig fylgja í fótspor foreldra Harry, þeirra Karls og Díönu, sem fóru í sínar fyrstu opinberu heimsóknir til Ástralíu og Nýja-Sjálands árið 1983.

Ferð þeirra óhamingjusömu hjóna stóð yfir í um 41 sólarhring og ferðuðust þau um 38 þúsund kílómetra á þeim tíma, næstum þúsund kílómetra á dag.

Slíkt ferðalag getur reynt á taugarnar og segja breskir fréttaskýrendur að opinberu heimsóknir Sussex-hertogahjónanna í haust verði ágætis prófsteinn á hjónabandið.

Þá muni þær einnig leiða í ljós hvernig Meghan ræður við áreitið sem fylgir því að vera formlega gengin inn í konungsfjölskylduna.

Díana og Karl á ferðalagi sínu árið 1983.Vísir/getty

Tengdar fréttir

Auða sætið var ekki handa Díönu

Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×