Kushner og Ivanka græða tugi milljóna utan Hvíta hússins Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 08:33 Kushner og Ivanka Trump lepja ekki dauðann úr skel þrátt fyrir að þau vinni launalaust fyrir föður Ivönku í Hvíta húsinu. Vísir/EPA Á sama tíma og Ivanka, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, vinna launalaust sem ráðgjafar fyrir Hvíta húsið hagnast þau um tugi milljóna dollara á ýmsum eignum sínum. Viðskiptahagsmunir hjónanna hafa vakið upp spurningar um hættuna á hagsmunaárekstrum. Í nýbirtum fjármálaupplýsingum sem hjónin skiluðu inn fyrir síðasta ár kemur fram að þau voru með 82 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, í tekjur á meðan þau störfuðu fyrir Hvíta húsið. Þannig hagnaðist Ivanka til dæmis um tæpar fjórar milljónir dollara á hlut sínum í Trump-alþjóðahótelinu í Washington-borg. Erlendir sendifulltrúar hafa notað hótelið í ríkum mæli eftir að Trump varð forseti og Repúblikanaflokkurinn hefur haldið fjölda viðburða þar. Að sögn Washington Post hafa bæði Ivanka og Kushner gefið eftir daglega stjórn fyrirtækja sinna á meðan þau vinna fyrir Trump forseta. Þau hafa hins vegar haldið í stóra eignarhluti sína í fyrirtækjum sem starfa bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur Charles Kushner, faðir Jareds, ítrekað fullyrt að þau hjónin hafi þurft að færa miklar fórnir til að starfa fyrir ríkisstjórnina. Hann kallaði siðferðissérfræðinga sem hafa vakið máls á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra „fífl“ sem geta ekki fengið „alvöru vinnu“ í viðtali í síðasta mánuði. Viðskiptahagsmunir Kushner hafa flækt störf hans fyrir Hvíta húsið. Þannig missti hann um tíma öryggisheimild sína vegna áhyggna leyniþjónustunnar af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja sem hann gaf ekki upp að fullu. Þá voru fulltrúar erlendra ríkja sagðir reyna að notfæra sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika fjölskyldufyrirtækis hans og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum. Gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI hefur einnig rannsakað viðskiptagjörninga sem Ivanka hefur komið nærri á erlendri grundu. Rannsóknin hefur beinst að því hvort að viðskipti hennar og Kushner gætu gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi erlendra aðila. Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Á sama tíma og Ivanka, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, vinna launalaust sem ráðgjafar fyrir Hvíta húsið hagnast þau um tugi milljóna dollara á ýmsum eignum sínum. Viðskiptahagsmunir hjónanna hafa vakið upp spurningar um hættuna á hagsmunaárekstrum. Í nýbirtum fjármálaupplýsingum sem hjónin skiluðu inn fyrir síðasta ár kemur fram að þau voru með 82 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, í tekjur á meðan þau störfuðu fyrir Hvíta húsið. Þannig hagnaðist Ivanka til dæmis um tæpar fjórar milljónir dollara á hlut sínum í Trump-alþjóðahótelinu í Washington-borg. Erlendir sendifulltrúar hafa notað hótelið í ríkum mæli eftir að Trump varð forseti og Repúblikanaflokkurinn hefur haldið fjölda viðburða þar. Að sögn Washington Post hafa bæði Ivanka og Kushner gefið eftir daglega stjórn fyrirtækja sinna á meðan þau vinna fyrir Trump forseta. Þau hafa hins vegar haldið í stóra eignarhluti sína í fyrirtækjum sem starfa bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur Charles Kushner, faðir Jareds, ítrekað fullyrt að þau hjónin hafi þurft að færa miklar fórnir til að starfa fyrir ríkisstjórnina. Hann kallaði siðferðissérfræðinga sem hafa vakið máls á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra „fífl“ sem geta ekki fengið „alvöru vinnu“ í viðtali í síðasta mánuði. Viðskiptahagsmunir Kushner hafa flækt störf hans fyrir Hvíta húsið. Þannig missti hann um tíma öryggisheimild sína vegna áhyggna leyniþjónustunnar af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja sem hann gaf ekki upp að fullu. Þá voru fulltrúar erlendra ríkja sagðir reyna að notfæra sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika fjölskyldufyrirtækis hans og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum. Gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI hefur einnig rannsakað viðskiptagjörninga sem Ivanka hefur komið nærri á erlendri grundu. Rannsóknin hefur beinst að því hvort að viðskipti hennar og Kushner gætu gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi erlendra aðila.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01
Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05