Kushner og Ivanka græða tugi milljóna utan Hvíta hússins Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 08:33 Kushner og Ivanka Trump lepja ekki dauðann úr skel þrátt fyrir að þau vinni launalaust fyrir föður Ivönku í Hvíta húsinu. Vísir/EPA Á sama tíma og Ivanka, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, vinna launalaust sem ráðgjafar fyrir Hvíta húsið hagnast þau um tugi milljóna dollara á ýmsum eignum sínum. Viðskiptahagsmunir hjónanna hafa vakið upp spurningar um hættuna á hagsmunaárekstrum. Í nýbirtum fjármálaupplýsingum sem hjónin skiluðu inn fyrir síðasta ár kemur fram að þau voru með 82 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, í tekjur á meðan þau störfuðu fyrir Hvíta húsið. Þannig hagnaðist Ivanka til dæmis um tæpar fjórar milljónir dollara á hlut sínum í Trump-alþjóðahótelinu í Washington-borg. Erlendir sendifulltrúar hafa notað hótelið í ríkum mæli eftir að Trump varð forseti og Repúblikanaflokkurinn hefur haldið fjölda viðburða þar. Að sögn Washington Post hafa bæði Ivanka og Kushner gefið eftir daglega stjórn fyrirtækja sinna á meðan þau vinna fyrir Trump forseta. Þau hafa hins vegar haldið í stóra eignarhluti sína í fyrirtækjum sem starfa bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur Charles Kushner, faðir Jareds, ítrekað fullyrt að þau hjónin hafi þurft að færa miklar fórnir til að starfa fyrir ríkisstjórnina. Hann kallaði siðferðissérfræðinga sem hafa vakið máls á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra „fífl“ sem geta ekki fengið „alvöru vinnu“ í viðtali í síðasta mánuði. Viðskiptahagsmunir Kushner hafa flækt störf hans fyrir Hvíta húsið. Þannig missti hann um tíma öryggisheimild sína vegna áhyggna leyniþjónustunnar af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja sem hann gaf ekki upp að fullu. Þá voru fulltrúar erlendra ríkja sagðir reyna að notfæra sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika fjölskyldufyrirtækis hans og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum. Gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI hefur einnig rannsakað viðskiptagjörninga sem Ivanka hefur komið nærri á erlendri grundu. Rannsóknin hefur beinst að því hvort að viðskipti hennar og Kushner gætu gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi erlendra aðila. Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Á sama tíma og Ivanka, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, vinna launalaust sem ráðgjafar fyrir Hvíta húsið hagnast þau um tugi milljóna dollara á ýmsum eignum sínum. Viðskiptahagsmunir hjónanna hafa vakið upp spurningar um hættuna á hagsmunaárekstrum. Í nýbirtum fjármálaupplýsingum sem hjónin skiluðu inn fyrir síðasta ár kemur fram að þau voru með 82 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, í tekjur á meðan þau störfuðu fyrir Hvíta húsið. Þannig hagnaðist Ivanka til dæmis um tæpar fjórar milljónir dollara á hlut sínum í Trump-alþjóðahótelinu í Washington-borg. Erlendir sendifulltrúar hafa notað hótelið í ríkum mæli eftir að Trump varð forseti og Repúblikanaflokkurinn hefur haldið fjölda viðburða þar. Að sögn Washington Post hafa bæði Ivanka og Kushner gefið eftir daglega stjórn fyrirtækja sinna á meðan þau vinna fyrir Trump forseta. Þau hafa hins vegar haldið í stóra eignarhluti sína í fyrirtækjum sem starfa bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur Charles Kushner, faðir Jareds, ítrekað fullyrt að þau hjónin hafi þurft að færa miklar fórnir til að starfa fyrir ríkisstjórnina. Hann kallaði siðferðissérfræðinga sem hafa vakið máls á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra „fífl“ sem geta ekki fengið „alvöru vinnu“ í viðtali í síðasta mánuði. Viðskiptahagsmunir Kushner hafa flækt störf hans fyrir Hvíta húsið. Þannig missti hann um tíma öryggisheimild sína vegna áhyggna leyniþjónustunnar af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja sem hann gaf ekki upp að fullu. Þá voru fulltrúar erlendra ríkja sagðir reyna að notfæra sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika fjölskyldufyrirtækis hans og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum. Gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI hefur einnig rannsakað viðskiptagjörninga sem Ivanka hefur komið nærri á erlendri grundu. Rannsóknin hefur beinst að því hvort að viðskipti hennar og Kushner gætu gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi erlendra aðila.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01
Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent