Erlent

Fórnarlömb heimilisofbeldis fá ekki hæli í Bandaríkjunum

Kjartan Kjartansson skrifar
Trump forseti hefur krafist hertrar innflytjendalöggjafar. Með ákvörðun sinni virðist Jeff Sessions dómsmálaráðherra reyna að verða við óskum forsetans.
Trump forseti hefur krafist hertrar innflytjendalöggjafar. Með ákvörðun sinni virðist Jeff Sessions dómsmálaráðherra reyna að verða við óskum forsetans. Vísir/EPA

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna ákvað í gær að erlendir ríkisborgarar gætu ekki lengur sóst eftir hæli á grundvelli heimilis- eða gengjaofbeldis. Talið er að ákvörðunin geti haft mikil áhrif á komur fólks frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna.

Áfrýjunarinnflytjendadómstóll hafði veitt konu frá El Salvador hæli en hún sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegu, tilfinningalegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sneri þeim úrskurði hins vegar við í gær. Dómsmálaráðherrann hefur æðsta ákvörðunarvald í innflytjendamálum.

Sessions fullyrti að ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hefði búið til „sterka hvata“ fyrir fólk að koma ólöglega til Bandaríkjanna og halda því fram að það óttist að snúa aftur heim, að því er segir í frétt New York Times.

Að hans mati veiti hælislög í Bandaríkjunum fólki ekki lausn við öllum skakkaföllum sínum. Flóttamenn séu almennt þeir sem flýi heimalandið vegna ofsókna stjórnvalda.

Réttindasamtök innflytjenda hafa fordæmt ákvörðun Sessions. Með henni sé snúið aftur til tíma þegar yfirvöld litu á heimilisofbeldi sem einkamál sem þau ættu ekki að grípa inn í.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.