Rúnar Alex: Vonandi skilar pressan frá okkur á Hannes sér inn á völlinn Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 16:00 Hannes Þór Halldórsson heldur strákunum ungu fyrir aftan sig. vísir/vilhelm Rúnar Alex Rúnarsson, einn af markvörðum íslenska landsliðsins á HM, er í bullandi samkeppni um varamarkvarðarstöðu liðsins við Frederik Schram en hvorugur þeirra veit í raun og veru hver er annar í röðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar er alls ekki óvanur samkeppni en hún hefur verið mikil hjá honum í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland þar sem að hann stendur á milli stanganna í hverjum leik. „Þetta snýst bara um að æfa vel og segja sem minnst. Maður getur alveg talað þegar að það á við en í flestum tilvikum er best að þegja og sýna sig inni á vellinum,“ segir Rúnar um samkeppnina í Danmörku. Nordsjælland hefur fengið nokkra gæða markverði til liðs við sig í baráttuna við Rúnar. Þeir fengu undrabarn frá Ajax og einn af landsliðsmarkvörðum Svía en engum tókst að slá Rúnar út úr liðinu.Rúnar Alex Rúnarsson spilar í góðu liði í Danmörku.vísri/vilhelmVeit hvernig þetta er „Þeir voru samt alltaf mjög sanngjarnir. Þeir tilkynntu mér alltaf ef þeir voru að fara að fá einhvern nýjan. Þeir eru mjög sanngjarnir með það, að sá sem er bestur spilar sama hvað hann heitir. Þrátt fyrir að menn með svaka ferilskrár voru keyptir upplifði ég aldrei eins og að þeir voru fengnir til þess að henda mér á bekkinn,“ segir Rúnar. „Þetta hjálpar mér klárlega í þessari stöðu því ég er orðinn vanur þessu. Því verður það auðveldara fyrir mig að tækla hverja stund fyrir sig.“ Markvörðurinn 21 árs gamli veit því vel hvernig Hannesi Þór líður í landsliðinu. Hannes er með tvo unga og spólgraða markverði fyrir aftan sig sem báðir eru atvinnumenn og bíða eftir tækifærinu að slá aðalmannin nút. „Ég veit alveg hvernig þetta er. Ég held líka og vona það fyrir Íslands hönd að það muni skila sér inn á völlinn að Hannes viti af pressunni frá okkur tveimur ungum og góðum markvörðum fyrir aftan sig,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 „Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30 Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15 Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af markvörðum íslenska landsliðsins á HM, er í bullandi samkeppni um varamarkvarðarstöðu liðsins við Frederik Schram en hvorugur þeirra veit í raun og veru hver er annar í röðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar er alls ekki óvanur samkeppni en hún hefur verið mikil hjá honum í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland þar sem að hann stendur á milli stanganna í hverjum leik. „Þetta snýst bara um að æfa vel og segja sem minnst. Maður getur alveg talað þegar að það á við en í flestum tilvikum er best að þegja og sýna sig inni á vellinum,“ segir Rúnar um samkeppnina í Danmörku. Nordsjælland hefur fengið nokkra gæða markverði til liðs við sig í baráttuna við Rúnar. Þeir fengu undrabarn frá Ajax og einn af landsliðsmarkvörðum Svía en engum tókst að slá Rúnar út úr liðinu.Rúnar Alex Rúnarsson spilar í góðu liði í Danmörku.vísri/vilhelmVeit hvernig þetta er „Þeir voru samt alltaf mjög sanngjarnir. Þeir tilkynntu mér alltaf ef þeir voru að fara að fá einhvern nýjan. Þeir eru mjög sanngjarnir með það, að sá sem er bestur spilar sama hvað hann heitir. Þrátt fyrir að menn með svaka ferilskrár voru keyptir upplifði ég aldrei eins og að þeir voru fengnir til þess að henda mér á bekkinn,“ segir Rúnar. „Þetta hjálpar mér klárlega í þessari stöðu því ég er orðinn vanur þessu. Því verður það auðveldara fyrir mig að tækla hverja stund fyrir sig.“ Markvörðurinn 21 árs gamli veit því vel hvernig Hannesi Þór líður í landsliðinu. Hannes er með tvo unga og spólgraða markverði fyrir aftan sig sem báðir eru atvinnumenn og bíða eftir tækifærinu að slá aðalmannin nút. „Ég veit alveg hvernig þetta er. Ég held líka og vona það fyrir Íslands hönd að það muni skila sér inn á völlinn að Hannes viti af pressunni frá okkur tveimur ungum og góðum markvörðum fyrir aftan sig,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 „Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30 Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15 Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00
Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00
„Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30
Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15