Rúnar Alex: Vonandi skilar pressan frá okkur á Hannes sér inn á völlinn Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 16:00 Hannes Þór Halldórsson heldur strákunum ungu fyrir aftan sig. vísir/vilhelm Rúnar Alex Rúnarsson, einn af markvörðum íslenska landsliðsins á HM, er í bullandi samkeppni um varamarkvarðarstöðu liðsins við Frederik Schram en hvorugur þeirra veit í raun og veru hver er annar í röðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar er alls ekki óvanur samkeppni en hún hefur verið mikil hjá honum í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland þar sem að hann stendur á milli stanganna í hverjum leik. „Þetta snýst bara um að æfa vel og segja sem minnst. Maður getur alveg talað þegar að það á við en í flestum tilvikum er best að þegja og sýna sig inni á vellinum,“ segir Rúnar um samkeppnina í Danmörku. Nordsjælland hefur fengið nokkra gæða markverði til liðs við sig í baráttuna við Rúnar. Þeir fengu undrabarn frá Ajax og einn af landsliðsmarkvörðum Svía en engum tókst að slá Rúnar út úr liðinu.Rúnar Alex Rúnarsson spilar í góðu liði í Danmörku.vísri/vilhelmVeit hvernig þetta er „Þeir voru samt alltaf mjög sanngjarnir. Þeir tilkynntu mér alltaf ef þeir voru að fara að fá einhvern nýjan. Þeir eru mjög sanngjarnir með það, að sá sem er bestur spilar sama hvað hann heitir. Þrátt fyrir að menn með svaka ferilskrár voru keyptir upplifði ég aldrei eins og að þeir voru fengnir til þess að henda mér á bekkinn,“ segir Rúnar. „Þetta hjálpar mér klárlega í þessari stöðu því ég er orðinn vanur þessu. Því verður það auðveldara fyrir mig að tækla hverja stund fyrir sig.“ Markvörðurinn 21 árs gamli veit því vel hvernig Hannesi Þór líður í landsliðinu. Hannes er með tvo unga og spólgraða markverði fyrir aftan sig sem báðir eru atvinnumenn og bíða eftir tækifærinu að slá aðalmannin nút. „Ég veit alveg hvernig þetta er. Ég held líka og vona það fyrir Íslands hönd að það muni skila sér inn á völlinn að Hannes viti af pressunni frá okkur tveimur ungum og góðum markvörðum fyrir aftan sig,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 „Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30 Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15 Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af markvörðum íslenska landsliðsins á HM, er í bullandi samkeppni um varamarkvarðarstöðu liðsins við Frederik Schram en hvorugur þeirra veit í raun og veru hver er annar í röðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar er alls ekki óvanur samkeppni en hún hefur verið mikil hjá honum í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland þar sem að hann stendur á milli stanganna í hverjum leik. „Þetta snýst bara um að æfa vel og segja sem minnst. Maður getur alveg talað þegar að það á við en í flestum tilvikum er best að þegja og sýna sig inni á vellinum,“ segir Rúnar um samkeppnina í Danmörku. Nordsjælland hefur fengið nokkra gæða markverði til liðs við sig í baráttuna við Rúnar. Þeir fengu undrabarn frá Ajax og einn af landsliðsmarkvörðum Svía en engum tókst að slá Rúnar út úr liðinu.Rúnar Alex Rúnarsson spilar í góðu liði í Danmörku.vísri/vilhelmVeit hvernig þetta er „Þeir voru samt alltaf mjög sanngjarnir. Þeir tilkynntu mér alltaf ef þeir voru að fara að fá einhvern nýjan. Þeir eru mjög sanngjarnir með það, að sá sem er bestur spilar sama hvað hann heitir. Þrátt fyrir að menn með svaka ferilskrár voru keyptir upplifði ég aldrei eins og að þeir voru fengnir til þess að henda mér á bekkinn,“ segir Rúnar. „Þetta hjálpar mér klárlega í þessari stöðu því ég er orðinn vanur þessu. Því verður það auðveldara fyrir mig að tækla hverja stund fyrir sig.“ Markvörðurinn 21 árs gamli veit því vel hvernig Hannesi Þór líður í landsliðinu. Hannes er með tvo unga og spólgraða markverði fyrir aftan sig sem báðir eru atvinnumenn og bíða eftir tækifærinu að slá aðalmannin nút. „Ég veit alveg hvernig þetta er. Ég held líka og vona það fyrir Íslands hönd að það muni skila sér inn á völlinn að Hannes viti af pressunni frá okkur tveimur ungum og góðum markvörðum fyrir aftan sig,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 „Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30 Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15 Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00
Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00
„Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30
Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15