Rúnar Alex: Vonandi skilar pressan frá okkur á Hannes sér inn á völlinn Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 16:00 Hannes Þór Halldórsson heldur strákunum ungu fyrir aftan sig. vísir/vilhelm Rúnar Alex Rúnarsson, einn af markvörðum íslenska landsliðsins á HM, er í bullandi samkeppni um varamarkvarðarstöðu liðsins við Frederik Schram en hvorugur þeirra veit í raun og veru hver er annar í röðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar er alls ekki óvanur samkeppni en hún hefur verið mikil hjá honum í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland þar sem að hann stendur á milli stanganna í hverjum leik. „Þetta snýst bara um að æfa vel og segja sem minnst. Maður getur alveg talað þegar að það á við en í flestum tilvikum er best að þegja og sýna sig inni á vellinum,“ segir Rúnar um samkeppnina í Danmörku. Nordsjælland hefur fengið nokkra gæða markverði til liðs við sig í baráttuna við Rúnar. Þeir fengu undrabarn frá Ajax og einn af landsliðsmarkvörðum Svía en engum tókst að slá Rúnar út úr liðinu.Rúnar Alex Rúnarsson spilar í góðu liði í Danmörku.vísri/vilhelmVeit hvernig þetta er „Þeir voru samt alltaf mjög sanngjarnir. Þeir tilkynntu mér alltaf ef þeir voru að fara að fá einhvern nýjan. Þeir eru mjög sanngjarnir með það, að sá sem er bestur spilar sama hvað hann heitir. Þrátt fyrir að menn með svaka ferilskrár voru keyptir upplifði ég aldrei eins og að þeir voru fengnir til þess að henda mér á bekkinn,“ segir Rúnar. „Þetta hjálpar mér klárlega í þessari stöðu því ég er orðinn vanur þessu. Því verður það auðveldara fyrir mig að tækla hverja stund fyrir sig.“ Markvörðurinn 21 árs gamli veit því vel hvernig Hannesi Þór líður í landsliðinu. Hannes er með tvo unga og spólgraða markverði fyrir aftan sig sem báðir eru atvinnumenn og bíða eftir tækifærinu að slá aðalmannin nút. „Ég veit alveg hvernig þetta er. Ég held líka og vona það fyrir Íslands hönd að það muni skila sér inn á völlinn að Hannes viti af pressunni frá okkur tveimur ungum og góðum markvörðum fyrir aftan sig,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 „Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30 Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af markvörðum íslenska landsliðsins á HM, er í bullandi samkeppni um varamarkvarðarstöðu liðsins við Frederik Schram en hvorugur þeirra veit í raun og veru hver er annar í röðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar er alls ekki óvanur samkeppni en hún hefur verið mikil hjá honum í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland þar sem að hann stendur á milli stanganna í hverjum leik. „Þetta snýst bara um að æfa vel og segja sem minnst. Maður getur alveg talað þegar að það á við en í flestum tilvikum er best að þegja og sýna sig inni á vellinum,“ segir Rúnar um samkeppnina í Danmörku. Nordsjælland hefur fengið nokkra gæða markverði til liðs við sig í baráttuna við Rúnar. Þeir fengu undrabarn frá Ajax og einn af landsliðsmarkvörðum Svía en engum tókst að slá Rúnar út úr liðinu.Rúnar Alex Rúnarsson spilar í góðu liði í Danmörku.vísri/vilhelmVeit hvernig þetta er „Þeir voru samt alltaf mjög sanngjarnir. Þeir tilkynntu mér alltaf ef þeir voru að fara að fá einhvern nýjan. Þeir eru mjög sanngjarnir með það, að sá sem er bestur spilar sama hvað hann heitir. Þrátt fyrir að menn með svaka ferilskrár voru keyptir upplifði ég aldrei eins og að þeir voru fengnir til þess að henda mér á bekkinn,“ segir Rúnar. „Þetta hjálpar mér klárlega í þessari stöðu því ég er orðinn vanur þessu. Því verður það auðveldara fyrir mig að tækla hverja stund fyrir sig.“ Markvörðurinn 21 árs gamli veit því vel hvernig Hannesi Þór líður í landsliðinu. Hannes er með tvo unga og spólgraða markverði fyrir aftan sig sem báðir eru atvinnumenn og bíða eftir tækifærinu að slá aðalmannin nút. „Ég veit alveg hvernig þetta er. Ég held líka og vona það fyrir Íslands hönd að það muni skila sér inn á völlinn að Hannes viti af pressunni frá okkur tveimur ungum og góðum markvörðum fyrir aftan sig,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 „Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30 Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00
Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00
„Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30
Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15