Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2018 14:36 Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. „Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um ákvörðun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að víka Páli úr fulltrúaráðinu. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn var úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur reynt að ná tali af Páli í morgun en án árangurs. Hann sendir Morgunblaðinu orðsendingu í dag þar sem hann segist hafa talið sig gæta best heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum.Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna eftir að fallið var frá prófkjöri og ákveðið að stilla upp á lista. Íris Róbertsdóttir hafði kallað eftir prófkjöri og ákvað að gerast oddviti klofningsframboðsins Fyrir Heimaey. Páll sagði að eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum hafi verið ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja framboði að málum. „Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll í orðsendingunni. Hann segir flokkinn hafa klofnað í herðar niður í Eyjum og tapað öruggum meirihluta. Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé reynt að finna sök hjá öðrum að mati Páls. Hann segir það út af fyrir sig mannlegt en mikilvægt sé að finna leiðir til sátta „þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni“. Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um ákvörðun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að víka Páli úr fulltrúaráðinu. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn var úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur reynt að ná tali af Páli í morgun en án árangurs. Hann sendir Morgunblaðinu orðsendingu í dag þar sem hann segist hafa talið sig gæta best heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum.Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna eftir að fallið var frá prófkjöri og ákveðið að stilla upp á lista. Íris Róbertsdóttir hafði kallað eftir prófkjöri og ákvað að gerast oddviti klofningsframboðsins Fyrir Heimaey. Páll sagði að eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum hafi verið ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja framboði að málum. „Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll í orðsendingunni. Hann segir flokkinn hafa klofnað í herðar niður í Eyjum og tapað öruggum meirihluta. Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé reynt að finna sök hjá öðrum að mati Páls. Hann segir það út af fyrir sig mannlegt en mikilvægt sé að finna leiðir til sátta „þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni“.
Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02
Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent