Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Þengill Björnsson skrifar 8. júní 2018 15:02 Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. Ég fer hér yfir nokkur atriði greinarinnar, sem varða mig persónulega og leiðrétti þar sem hallar réttu máli. 1. Ég og minn góði félagi Páll erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum: ÞETTA ER RÉTT 2. Ég hafi unnið fyrir Pál í prófkjöri hans: ÞETTA ER RANGT. Það gerðu hinsvegar nokkrir vinir mínir og gerðu bara virkilega vel. 3. Ég mun skv. greininni hafa “beitt mér óformlega” fyrir framboðið Fyrir Heimaey: ÞETTA ER RANGT. Ég kom þar hvergi nærri, ég beitti mér hvorki beint né óbeint í kosningunum í Eyjum og hef því miður ekki komið til Eyja um alllangt skeið. Lofa þó að mæta á næstu Þjóðhátíð, svo fremi sem allir séu í stuði. Reyndar tel ég að Elliði Vignisson hafi ætið staðið sig vel sem ötull talsmaður Vestmannaeyinga og sjálfstæðisstefnunnar. 4. Samkvæmt greininni eru til þeir í forystu Sjálfstæðisflokksins sem vilja losna við mig þaðan: ÞETTA ER LÍKLEGA RÉTT, ÞEIR AÐILAR ERU VÆNTANLEGA TIL. Þannig er það í pólitík að menn takast á, og til eru þeir sem vilja fremur flæma fólk í burtu en að sameina í einum öflugum hópi. Ég er ekki einn þeirra því ég vil sjá sem flesta í flokknum okkar, þar með talda Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og alla hennar góðu stuðningsmenn. 5. Ég ku samkvæmt heimildum Aðalheiðar þrífast á innanflokksátökum: ÞETTA ER RANGT. Ég þrífst á því að vinna með skemmtilegu, áhugaverðu og duglegu fólki, innan sem utan flokks. Að segja að ég þrífist á átökum er eiginlega ekki svaravert, dylgjur, illa sagt, særandi og engum til sóma. 6. Þá herma heimildir blaðsins að ég hafi orðið “sjóðillur” yfir því að Páll Magnússon hafi ekki orðið ráðherra við myndun síðustu ríkisstjórnar: ÞETTA ER RANGT. Ég hefði gjarnan viljað sjá Pál verða ráðherra en skil vel þá erfiðu stöðu sem formaður flokksins var í og virði hans niðurstöðu. Ég er bara flokksmaður líkt og tugþúsundir annarra og hef voða lítið um ráðherraskipan að segja. 7. Samkvæmt niðurlagi greinarinnar er ég í pólitík til til að verða mér út um vel launaða aðstoðarmannsstöðu: ÞETTA ER RANGT. Ég hef aldrei sóst eftir slíku starfi en hefði gaman af því að hitta heimildarmanninn sem er svona fróður um mín framtíðaráform. Þegar svona fréttir eru unnar er mikilvægt að blaðamaður kanni til hlítar þær fullyrðingar sem fram eru settar og leyfi mismunandi sjónarmiðum aðila að koma fram. Ekki síst þegar um er að ræða ærumeiðandi fullyrðingar eins og þær sem fram voru settar um mig og mín störf í Sjálfstæðisflokknum. Aldrei var haft samband við mig við vinnslu greinarinnar. Ég hefði með mikilli ánægju leiðrétt þær rangfærslur sem ég rakti hér að ofan. Ég nota gmail, snapchat, facebook, wechat, hina rússnesku fésbók Vkontakte, gsm, sms og hendi einstaka sinnum í mms og því hefði ekki verið flókið að ná í mig. Ég veit líka að aldrei var haft samband við vin minn Janus Arn Guðmundsson sem fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar vann dag og nótt að því að tryggja flokknum okkar sigur í Reykjavík og kom líkt og ég hvergi nærri kosningabaráttu Fyrir Heimaey. Mín ráðlegging til blaðamanns Fréttablaðsins er einföld: Vanda sig betur.Höfundur er félagi í Sjálfstæðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. Ég fer hér yfir nokkur atriði greinarinnar, sem varða mig persónulega og leiðrétti þar sem hallar réttu máli. 1. Ég og minn góði félagi Páll erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum: ÞETTA ER RÉTT 2. Ég hafi unnið fyrir Pál í prófkjöri hans: ÞETTA ER RANGT. Það gerðu hinsvegar nokkrir vinir mínir og gerðu bara virkilega vel. 3. Ég mun skv. greininni hafa “beitt mér óformlega” fyrir framboðið Fyrir Heimaey: ÞETTA ER RANGT. Ég kom þar hvergi nærri, ég beitti mér hvorki beint né óbeint í kosningunum í Eyjum og hef því miður ekki komið til Eyja um alllangt skeið. Lofa þó að mæta á næstu Þjóðhátíð, svo fremi sem allir séu í stuði. Reyndar tel ég að Elliði Vignisson hafi ætið staðið sig vel sem ötull talsmaður Vestmannaeyinga og sjálfstæðisstefnunnar. 4. Samkvæmt greininni eru til þeir í forystu Sjálfstæðisflokksins sem vilja losna við mig þaðan: ÞETTA ER LÍKLEGA RÉTT, ÞEIR AÐILAR ERU VÆNTANLEGA TIL. Þannig er það í pólitík að menn takast á, og til eru þeir sem vilja fremur flæma fólk í burtu en að sameina í einum öflugum hópi. Ég er ekki einn þeirra því ég vil sjá sem flesta í flokknum okkar, þar með talda Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og alla hennar góðu stuðningsmenn. 5. Ég ku samkvæmt heimildum Aðalheiðar þrífast á innanflokksátökum: ÞETTA ER RANGT. Ég þrífst á því að vinna með skemmtilegu, áhugaverðu og duglegu fólki, innan sem utan flokks. Að segja að ég þrífist á átökum er eiginlega ekki svaravert, dylgjur, illa sagt, særandi og engum til sóma. 6. Þá herma heimildir blaðsins að ég hafi orðið “sjóðillur” yfir því að Páll Magnússon hafi ekki orðið ráðherra við myndun síðustu ríkisstjórnar: ÞETTA ER RANGT. Ég hefði gjarnan viljað sjá Pál verða ráðherra en skil vel þá erfiðu stöðu sem formaður flokksins var í og virði hans niðurstöðu. Ég er bara flokksmaður líkt og tugþúsundir annarra og hef voða lítið um ráðherraskipan að segja. 7. Samkvæmt niðurlagi greinarinnar er ég í pólitík til til að verða mér út um vel launaða aðstoðarmannsstöðu: ÞETTA ER RANGT. Ég hef aldrei sóst eftir slíku starfi en hefði gaman af því að hitta heimildarmanninn sem er svona fróður um mín framtíðaráform. Þegar svona fréttir eru unnar er mikilvægt að blaðamaður kanni til hlítar þær fullyrðingar sem fram eru settar og leyfi mismunandi sjónarmiðum aðila að koma fram. Ekki síst þegar um er að ræða ærumeiðandi fullyrðingar eins og þær sem fram voru settar um mig og mín störf í Sjálfstæðisflokknum. Aldrei var haft samband við mig við vinnslu greinarinnar. Ég hefði með mikilli ánægju leiðrétt þær rangfærslur sem ég rakti hér að ofan. Ég nota gmail, snapchat, facebook, wechat, hina rússnesku fésbók Vkontakte, gsm, sms og hendi einstaka sinnum í mms og því hefði ekki verið flókið að ná í mig. Ég veit líka að aldrei var haft samband við vin minn Janus Arn Guðmundsson sem fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar vann dag og nótt að því að tryggja flokknum okkar sigur í Reykjavík og kom líkt og ég hvergi nærri kosningabaráttu Fyrir Heimaey. Mín ráðlegging til blaðamanns Fréttablaðsins er einföld: Vanda sig betur.Höfundur er félagi í Sjálfstæðisflokknum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun