Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Þengill Björnsson skrifar 8. júní 2018 15:02 Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. Ég fer hér yfir nokkur atriði greinarinnar, sem varða mig persónulega og leiðrétti þar sem hallar réttu máli. 1. Ég og minn góði félagi Páll erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum: ÞETTA ER RÉTT 2. Ég hafi unnið fyrir Pál í prófkjöri hans: ÞETTA ER RANGT. Það gerðu hinsvegar nokkrir vinir mínir og gerðu bara virkilega vel. 3. Ég mun skv. greininni hafa “beitt mér óformlega” fyrir framboðið Fyrir Heimaey: ÞETTA ER RANGT. Ég kom þar hvergi nærri, ég beitti mér hvorki beint né óbeint í kosningunum í Eyjum og hef því miður ekki komið til Eyja um alllangt skeið. Lofa þó að mæta á næstu Þjóðhátíð, svo fremi sem allir séu í stuði. Reyndar tel ég að Elliði Vignisson hafi ætið staðið sig vel sem ötull talsmaður Vestmannaeyinga og sjálfstæðisstefnunnar. 4. Samkvæmt greininni eru til þeir í forystu Sjálfstæðisflokksins sem vilja losna við mig þaðan: ÞETTA ER LÍKLEGA RÉTT, ÞEIR AÐILAR ERU VÆNTANLEGA TIL. Þannig er það í pólitík að menn takast á, og til eru þeir sem vilja fremur flæma fólk í burtu en að sameina í einum öflugum hópi. Ég er ekki einn þeirra því ég vil sjá sem flesta í flokknum okkar, þar með talda Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og alla hennar góðu stuðningsmenn. 5. Ég ku samkvæmt heimildum Aðalheiðar þrífast á innanflokksátökum: ÞETTA ER RANGT. Ég þrífst á því að vinna með skemmtilegu, áhugaverðu og duglegu fólki, innan sem utan flokks. Að segja að ég þrífist á átökum er eiginlega ekki svaravert, dylgjur, illa sagt, særandi og engum til sóma. 6. Þá herma heimildir blaðsins að ég hafi orðið “sjóðillur” yfir því að Páll Magnússon hafi ekki orðið ráðherra við myndun síðustu ríkisstjórnar: ÞETTA ER RANGT. Ég hefði gjarnan viljað sjá Pál verða ráðherra en skil vel þá erfiðu stöðu sem formaður flokksins var í og virði hans niðurstöðu. Ég er bara flokksmaður líkt og tugþúsundir annarra og hef voða lítið um ráðherraskipan að segja. 7. Samkvæmt niðurlagi greinarinnar er ég í pólitík til til að verða mér út um vel launaða aðstoðarmannsstöðu: ÞETTA ER RANGT. Ég hef aldrei sóst eftir slíku starfi en hefði gaman af því að hitta heimildarmanninn sem er svona fróður um mín framtíðaráform. Þegar svona fréttir eru unnar er mikilvægt að blaðamaður kanni til hlítar þær fullyrðingar sem fram eru settar og leyfi mismunandi sjónarmiðum aðila að koma fram. Ekki síst þegar um er að ræða ærumeiðandi fullyrðingar eins og þær sem fram voru settar um mig og mín störf í Sjálfstæðisflokknum. Aldrei var haft samband við mig við vinnslu greinarinnar. Ég hefði með mikilli ánægju leiðrétt þær rangfærslur sem ég rakti hér að ofan. Ég nota gmail, snapchat, facebook, wechat, hina rússnesku fésbók Vkontakte, gsm, sms og hendi einstaka sinnum í mms og því hefði ekki verið flókið að ná í mig. Ég veit líka að aldrei var haft samband við vin minn Janus Arn Guðmundsson sem fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar vann dag og nótt að því að tryggja flokknum okkar sigur í Reykjavík og kom líkt og ég hvergi nærri kosningabaráttu Fyrir Heimaey. Mín ráðlegging til blaðamanns Fréttablaðsins er einföld: Vanda sig betur.Höfundur er félagi í Sjálfstæðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. Ég fer hér yfir nokkur atriði greinarinnar, sem varða mig persónulega og leiðrétti þar sem hallar réttu máli. 1. Ég og minn góði félagi Páll erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum: ÞETTA ER RÉTT 2. Ég hafi unnið fyrir Pál í prófkjöri hans: ÞETTA ER RANGT. Það gerðu hinsvegar nokkrir vinir mínir og gerðu bara virkilega vel. 3. Ég mun skv. greininni hafa “beitt mér óformlega” fyrir framboðið Fyrir Heimaey: ÞETTA ER RANGT. Ég kom þar hvergi nærri, ég beitti mér hvorki beint né óbeint í kosningunum í Eyjum og hef því miður ekki komið til Eyja um alllangt skeið. Lofa þó að mæta á næstu Þjóðhátíð, svo fremi sem allir séu í stuði. Reyndar tel ég að Elliði Vignisson hafi ætið staðið sig vel sem ötull talsmaður Vestmannaeyinga og sjálfstæðisstefnunnar. 4. Samkvæmt greininni eru til þeir í forystu Sjálfstæðisflokksins sem vilja losna við mig þaðan: ÞETTA ER LÍKLEGA RÉTT, ÞEIR AÐILAR ERU VÆNTANLEGA TIL. Þannig er það í pólitík að menn takast á, og til eru þeir sem vilja fremur flæma fólk í burtu en að sameina í einum öflugum hópi. Ég er ekki einn þeirra því ég vil sjá sem flesta í flokknum okkar, þar með talda Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og alla hennar góðu stuðningsmenn. 5. Ég ku samkvæmt heimildum Aðalheiðar þrífast á innanflokksátökum: ÞETTA ER RANGT. Ég þrífst á því að vinna með skemmtilegu, áhugaverðu og duglegu fólki, innan sem utan flokks. Að segja að ég þrífist á átökum er eiginlega ekki svaravert, dylgjur, illa sagt, særandi og engum til sóma. 6. Þá herma heimildir blaðsins að ég hafi orðið “sjóðillur” yfir því að Páll Magnússon hafi ekki orðið ráðherra við myndun síðustu ríkisstjórnar: ÞETTA ER RANGT. Ég hefði gjarnan viljað sjá Pál verða ráðherra en skil vel þá erfiðu stöðu sem formaður flokksins var í og virði hans niðurstöðu. Ég er bara flokksmaður líkt og tugþúsundir annarra og hef voða lítið um ráðherraskipan að segja. 7. Samkvæmt niðurlagi greinarinnar er ég í pólitík til til að verða mér út um vel launaða aðstoðarmannsstöðu: ÞETTA ER RANGT. Ég hef aldrei sóst eftir slíku starfi en hefði gaman af því að hitta heimildarmanninn sem er svona fróður um mín framtíðaráform. Þegar svona fréttir eru unnar er mikilvægt að blaðamaður kanni til hlítar þær fullyrðingar sem fram eru settar og leyfi mismunandi sjónarmiðum aðila að koma fram. Ekki síst þegar um er að ræða ærumeiðandi fullyrðingar eins og þær sem fram voru settar um mig og mín störf í Sjálfstæðisflokknum. Aldrei var haft samband við mig við vinnslu greinarinnar. Ég hefði með mikilli ánægju leiðrétt þær rangfærslur sem ég rakti hér að ofan. Ég nota gmail, snapchat, facebook, wechat, hina rússnesku fésbók Vkontakte, gsm, sms og hendi einstaka sinnum í mms og því hefði ekki verið flókið að ná í mig. Ég veit líka að aldrei var haft samband við vin minn Janus Arn Guðmundsson sem fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar vann dag og nótt að því að tryggja flokknum okkar sigur í Reykjavík og kom líkt og ég hvergi nærri kosningabaráttu Fyrir Heimaey. Mín ráðlegging til blaðamanns Fréttablaðsins er einföld: Vanda sig betur.Höfundur er félagi í Sjálfstæðisflokknum.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar