Erlent

Eldur blossaði upp í Teslu leikstjóra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rafbílaframleiðandinn sagði í yfirlýsingu að atvikið væri afar óvenjulegt.
Rafbílaframleiðandinn sagði í yfirlýsingu að atvikið væri afar óvenjulegt. Mynd/Skjáskot

Eldur kviknaði fyrirvaralaust í Teslu-bifreið breska leikstjórans Michael Morris í vikunni. Þessu greindi eiginkona hans, leikkonan Mary McCormack, frá á Twitter í gær.

„Ekkert slys, upp úr þurru, í umferðinni á Santa Monica Boulevard,“ skrifaði McCormack í færslunni og deildi með henni myndbandi af Teslunni í ljósum logum sem sjá má neðst í fréttinni. Hún sagði það einnig mikla mildi að dætur hennar þrjár hefðu ekki verið í bílnum þegar kviknaði í honum.

Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að ekki hafi orðið slys á fólki. Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur atvikið, sem í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er sagt „sérlega óvenulegt“, til skoðunar.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.