Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2018 06:32 William Hague er enn þungavigtarmaður í Íhaldsflokknum. Vísir/Getty Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. Í grein sem hann ritar í The Daily Telegraph segir Haugue að stríðið sem Bretar hafi háð við fíkniefnið hafi algjörlega tapast. Mál 12 ára flogaveiks drengs, sem fékk undanþágu til að nota kannabisolíu í meðferðarskyni, virðist hafa vera vendipunktur í umræðunni um notkun efnisins í Bretlandi. Fjölmargir íhaldsmenn hafa talað fyrir breytingum í málaflokknum, en enginn þó lengra en fyrrverandi formaðurinn. Mikið fjölmiðlafár braust út í Bretlandi í liðinni viku þegar kannabisolía var tekin af hinum 12 ára gamla Billy Caldwell á Heathrow-flugvelli. Mamma hans hafði reynt að flytja inn olíuna frá Kanada sem hún hugðist nota til að slá á einkenni flogaveikinnar sem drengurinn glímir við. Innanríkisráðuneytið skilaði hluta olíunnar eftir að heilbrigðisstarfsmenn höfðu staðfest að drengurinn þyrfti á olíunni að halda í lækningaskyni. Billy Caldwell var útskrifaður af spítala í gær en mun áfram neyta kannabisolíunnar heimafyrir.Billy Caldwell ásamt móður sinni fyrir utan spítalann í gær.Vísir/gettyFyrrnefndur Hague segir að Caldwell-málið sýni svart á hvítu hvað stefnan í málaflokknum er „óviðeigandi, óáhrifarík og gamaldags.“ Með því að skila hluta olíunnar hafi innanríkisráðuneytið í raun viðurkennt að löggjöfin sé „óverjandi.“ Hann skorar á aðra íhaldsmenn að vera jafn framsækna og stjórnvöld í Kanada sem íhuga nú að leyfa neyslu kannabis, jafnt í lækninga- sem og í afþreyingarskyni. Þar að auki segir Hague að margir milljarðar punda myndu hverfa af svarta markaðnum verði kannabis dregið upp á yfirborðið. Ummæli Hague bera með sér að hann hefur skipt rækilega um skoðun í málaflokknum. Þegar hann var leiðtogi íhaldsmanna á árunum 1997 til 2001 talaði hann ætíð fyrir harðri fíkniefnalöggjöf. Bresk stjórnvöld hafa sagst ætla að koma á laggirnar nefnd sérfræðinga, sem taka mun ákvarðanir um veitingu undanþága til notkunar kannabis í lækningaskyni.Grein William Hague má nálgast hér Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. Í grein sem hann ritar í The Daily Telegraph segir Haugue að stríðið sem Bretar hafi háð við fíkniefnið hafi algjörlega tapast. Mál 12 ára flogaveiks drengs, sem fékk undanþágu til að nota kannabisolíu í meðferðarskyni, virðist hafa vera vendipunktur í umræðunni um notkun efnisins í Bretlandi. Fjölmargir íhaldsmenn hafa talað fyrir breytingum í málaflokknum, en enginn þó lengra en fyrrverandi formaðurinn. Mikið fjölmiðlafár braust út í Bretlandi í liðinni viku þegar kannabisolía var tekin af hinum 12 ára gamla Billy Caldwell á Heathrow-flugvelli. Mamma hans hafði reynt að flytja inn olíuna frá Kanada sem hún hugðist nota til að slá á einkenni flogaveikinnar sem drengurinn glímir við. Innanríkisráðuneytið skilaði hluta olíunnar eftir að heilbrigðisstarfsmenn höfðu staðfest að drengurinn þyrfti á olíunni að halda í lækningaskyni. Billy Caldwell var útskrifaður af spítala í gær en mun áfram neyta kannabisolíunnar heimafyrir.Billy Caldwell ásamt móður sinni fyrir utan spítalann í gær.Vísir/gettyFyrrnefndur Hague segir að Caldwell-málið sýni svart á hvítu hvað stefnan í málaflokknum er „óviðeigandi, óáhrifarík og gamaldags.“ Með því að skila hluta olíunnar hafi innanríkisráðuneytið í raun viðurkennt að löggjöfin sé „óverjandi.“ Hann skorar á aðra íhaldsmenn að vera jafn framsækna og stjórnvöld í Kanada sem íhuga nú að leyfa neyslu kannabis, jafnt í lækninga- sem og í afþreyingarskyni. Þar að auki segir Hague að margir milljarðar punda myndu hverfa af svarta markaðnum verði kannabis dregið upp á yfirborðið. Ummæli Hague bera með sér að hann hefur skipt rækilega um skoðun í málaflokknum. Þegar hann var leiðtogi íhaldsmanna á árunum 1997 til 2001 talaði hann ætíð fyrir harðri fíkniefnalöggjöf. Bresk stjórnvöld hafa sagst ætla að koma á laggirnar nefnd sérfræðinga, sem taka mun ákvarðanir um veitingu undanþága til notkunar kannabis í lækningaskyni.Grein William Hague má nálgast hér
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira