Erlent

Fleiri deyja vegna E. coli sýkingar í salati vestanhafs

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Salatið sem um ræðir er það sem kallað er Romaine lettuce á engilsaxnesku. Á íslensku hefur það verið nefnt  bindisalat, eða rómverskt salat en latneska heitið er Lactuca saliva longifolia. Þá veistu það.
Salatið sem um ræðir er það sem kallað er Romaine lettuce á engilsaxnesku. Á íslensku hefur það verið nefnt bindisalat, eða rómverskt salat en latneska heitið er Lactuca saliva longifolia. Þá veistu það. Vísir/Getty
Alls hafa fimm nú látist og um tvö hundruð veikst í E. Coli faraldri í Bandaríkjunum sem er talið að megi rekja til salats sem var ræktað í Arizona. Salatinu er dreift um öll Bandaríkin og því hefur smitið greinst í 35 mismunandi ríkjum.

Tveir hinna látnu voru í Minnesota og hinir þrír bjuggu í Arkansas, Kaliforníu og New York.

Þessi mikla útbreiðsla hefur gert heilbrigðisyfirvöldum erfitt að ná utan um umfangið og af sömu ástæða hefur ekki tekist að staðfesta endanlega að smitið hafi komið úr umræddu salati þó að flest bendi til þess.

Sumir þeirra sem veiktust þvertóku fyrir að hafa lagt sér svo mikið sem eitt salatblað til munns. Þeir reyndust þó hafa komist í snertingu við salatætur sem gætu hafa borið í þá smitið.

E. coli bakterían getur valdið miklum og þrálátum uppköstum og niðurgangi sem leiðir til ofþornunar og jafnvel nýrnabilunar í verstu tilfellum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×