Innlent

Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Í Djúpavík á Ströndum
Í Djúpavík á Ströndum VÍSIR/STEFÁN

Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. Kærendur telja að ekki hafi rétt verið staðið að kosningunum og að gallar á framkvæmdinni hafi verið slíkir að líklegt verður að teljast að það hafi haft áhrif á úrslit kosninganna.

Í kærunni, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, er málsmeðferð hreppsnefndar, oddvita hreppsnefndar og Þjóðskrár Íslands sögð vera gagnrýnd harðlega. Árneshreppur hefur verið fyrirferðamikill í fréttum að undanförnu vegna lögheimilisflutninga í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga.

Í hreppnum er tekist á um byggingu Hvalárvirkjunnar og ætlað var að lögheimilisflutningarnir væru til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Að endingu felldi Þjóðskrá úr gildi lögheimilisflutning tæplega 20 einstaklinga.

Sjá einnig: Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi

Í fyrrnefndri kæru er hreppsnefnd sögð hafa brotið gegn ákvæðum um að taka til meðferðar at­huga­semd­ir frá öðrum en Þjóðskrá og ákvæðum laga um leiðrétt­ing­ar á kjör­skrá, er fram kemur í Morgunblaðinu.

Jafnframt hafa kærendur ýmislegt við framlagningu kjörskrárinnar að athuga, ásamt því að vanda málsmeðferð Þjóðskrár ekki kveðjurnar.

Í kærunni er því einnig haldið fram að skilyrði séu uppfyllt fyrir að ógilda niðurstöður kosninganna. Vísa kærendurnir til ákvörðunar Hæsta­rétt­ar frá 2011 um lög­mæti kosn­inga til stjórn­lagaráðs, máli sínu til stuðnings.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.